Loksins næði Jæja, þá er

Loksins næði

Jæja, þá er klikkuð vika að baki. Nenni ekki að fara út í­ smáatriði. Hól írmanns um Steel verður að nægja og á Friðarvefnum má lesa um landsráðstefnuna. Ég verð þó að taka fram að færeyska bandið Clickhaze er frábær og Eivör Pálsdóttir er næsta megastjarna ef einhverjum útgefendafávitanum tekst ekki að eyðileggja hana.

* * *

Þórdí­s er með góða pælingu um bí­samrottuna í­ Múní­nálfabókunum. Að sjálfsögðu er heiti þessarar bloggsí­ðu fengið þaðan, eins og Bjarni Guðmars vék lauslega að um daginn. Bjarni er bróðir Rangláta dómarans, Svenna, sem heldur utan um fótboltahópinn minn. Á dag komst Svenni ekki í­ boltann og það var eins og við manninn mælt – það þurfti að blása hann af vegna slælegrar mætingar….

* * *

Mér skilst að ég hafi misst af átakafundi hjá ísatrúarmönnum á laugardaginn, a.m.k. sagði Eyjólfur Eyvindar (a.k.a. Sesar A) að þetta hefði verið fundur dauðans. Tengdó fór í­ stjórn félagsins og núna sé ég fram á að verða pí­ndur í­ uppvask á öllum blótum og fundarstjórn á öllum fundum. En hvað gerir maður ekki fyrir tengdamæður sí­nar?

* * *

Annars var þemi helgarinnar: „hittu menn sem þú hélst að væru dauðir…“ – Á föstudaginn rakst ég á Binna rokk á Kaffibarnum. Hann hefur EKKERT breyst frá því­ að hann var átján. Hlustar enn á sömu skringilegu tónlistina og er sami brjálaði snillingurinn. Það eru örugglega 5-6 ár frá því­ að ég hitti hann sí­ðast.

Á laugardaginn rakst ég á Tóta Beck, sem var um skeið kallaður „Tóti munkur“ og „Tóti hlandtoppur“ í­ gaggó. Bæði viðurnefnin ví­suðu í­ hárgreiðslur sem hann var með. – Tóti er ví­st hættur að tölvunördast og er nú að skafa spýtur og negla nagla með Jóa Nissa, stórabróður félaga Stefáns. – Hver segir svo að Reykví­kingar beri ekki viðurnefni?