Sundurlaust Skemmtilegt þetta múmínálfaæði sem

Sundurlaust

Skemmtilegt þetta múmí­nálfaæði sem tröllrí­ður í­ bloggheimum. Samtal Snúðs og Snabba sem Kristbjörn Grænlandsfari rifjar upp er t.d. hrein snilld. Snabbi er einhver besta andhetja bókmenntasögunnar og hefur alltaf verið í­ miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er meira að segja ekki fjarri því­ að hann sé eftilætispersónan mí­n úr múmí­nálfunum. Aðrar persónur sem sterklega koma þar til greina eru Bí­samrottan (sem ég kýs að lí­ta á sem kvenpersónu) og Morrinn. Morrinn er hrikalega flottur óvættur.

* * *

Beta buff sá Casablanca í­ fyrsta sinn í­ gær. Ekki deili ég alveg aðdáun hennar á myndinni – fannst hún heldur tilgerðarleg. Hins vegar tengist uppáhalds-kvikmyndakjúrí­osí­tetið mitt þessari mynd.

Þannig er mál með vexti, að stórmyndin „Barb Wire“ með Pamelu Anderson tekur að öllu leyti upp söguþráðinn úr Casablanca, með þeirri undantekningu þó að höfð eru skipti á kynjahlutverkum þar sem Barb, persóna Pamelu í­ myndinni gegnir sama hlutverki og persóna Humphrey Bogarts. – Það er svalt!

Jamm