ífram Sigþrúður!
Það er bráðsnjöll hugmynd hjá Bjarna, (sem Þórdís kýs raunar að kalla „Hemúl“) að skora á Sigþrúði að gefa út Endurminningar Múmínpabba. Sigþrúður er góð kona sem hlýtur að taka vel í svona áskoranir. (Einkum þar sem Jón Yngvi, maðurinn hennar, er fastur lesandi á þessari bloggsíðu og ætti að geta komið boðunum til skila.)
Um árið var byrjað að gefa múmínálfabækurnar út á nýjan leik, en sú útgáfa reyndist nokkuð misheppnuð. Pípuhattur galdrakarlsins var endurútgefinn, en því næst var Ósýnilega barnið gefið út í fyrsta sinn. Sú bók er ákaflega falleg og ljóðræn, en ekki alveg við skap barna – enda samanstendur hún af nokkrum stuttum sögum sem eru fyrst og fremst stemningslýsingar þar sem aukapersónur úr bókunum koma við sögu, s.s. fílífjonkur og sérlundaðir snorkar. Ég geri ráð fyrir að þessi bók hafi lítið selst og því hafi´verkefnið verið blásið af. Er það miður.
Fyrsta múmínálfabókin hefur heldur ekki komið út á íslensku. Þar segir frá leit Múmínmömmu og Múnínsnáðans að Múmínpabba sem er týndur. Þessi bók kom út í Finnlandi árið 1945, en mun um margt vera frábrugðin seinni bókunum.
Önnur bókin í röðinni var Halastjarnan. Hún er snilld eins og allir vita. Muna menn hvenær halastjarnan átti að tortíma heiminum? – Þann 7. október kl. 8:42 og fjórum sekúndum betur.
Pípuhattur galdrakarlsins var þriðja bókin. Hana er óþarft að kynna.
Þá er röðin komin að Endurminningum Múmínpabba. Þar rekur sá gamli ýmis ævintýri sín og segir meðal annars frá fundum þeirra Múmínmömmu.
Örlaganóttin var númer fimm. Er hún best? Það telja margir.
Vetrarundur í Múmíndal var sjötta í röðinni.
Ósýnilega barnið og fleiri sögur, smásagnasafnið sem fjallað var um hér að framan var sú sjöunda.
íttunda og næstsíðasta bókin var Eyjan hans Múmínpabba – uppáhaldið mitt.
Lokabókina rangnefndi ég í gær og kallaði „Haust í Múmíndal“. Hið rétta er að hún heitir „Síðla í nóvember“. Hún gerist í Múmíndal um leið og Eyjan hans Múmínpabba. Dýrin í skóginum er ráðvillt og óttaslegin – Múmínálfarnir eru farnir. Þau reyna að bregðast við með því að leika Múmínálfafjölskylduna, en fljótlega sjá þau að það er til einskis. Þau sætta sig við orðin hlut og hverfa til síns heima. Á lok bókarinnar snúa Múmínálfarnir þó aftur heim.
Jamm.