Áfram Sigþrúður! Það er bráðsnjöll

ífram Sigþrúður!

Það er bráðsnjöll hugmynd hjá Bjarna, (sem Þórdí­s kýs raunar að kalla „Hemúl“) að skora á Sigþrúði að gefa út Endurminningar Múmí­npabba. Sigþrúður er góð kona sem hlýtur að taka vel í­ svona áskoranir. (Einkum þar sem Jón Yngvi, maðurinn hennar, er fastur lesandi á þessari bloggsí­ðu og ætti að geta komið boðunum til skila.)

Um árið var byrjað að gefa múmí­nálfabækurnar út á nýjan leik, en sú útgáfa reyndist nokkuð misheppnuð. Pí­puhattur galdrakarlsins var endurútgefinn, en því­ næst var Ósýnilega barnið gefið út í­ fyrsta sinn. Sú bók er ákaflega falleg og ljóðræn, en ekki alveg við skap barna – enda samanstendur hún af nokkrum stuttum sögum sem eru fyrst og fremst stemningslýsingar þar sem aukapersónur úr bókunum koma við sögu, s.s. fí­lí­fjonkur og sérlundaðir snorkar. Ég geri ráð fyrir að þessi bók hafi lí­tið selst og því­ hafi´verkefnið verið blásið af. Er það miður.

Fyrsta múmí­nálfabókin hefur heldur ekki komið út á í­slensku. Þar segir frá leit Múmí­nmömmu og Múní­nsnáðans að Múmí­npabba sem er týndur. Þessi bók kom út í­ Finnlandi árið 1945, en mun um margt vera frábrugðin seinni bókunum.

Önnur bókin í­ röðinni var Halastjarnan. Hún er snilld eins og allir vita. Muna menn hvenær halastjarnan átti að tortí­ma heiminum? – Þann 7. október kl. 8:42 og fjórum sekúndum betur.

Pí­puhattur galdrakarlsins var þriðja bókin. Hana er óþarft að kynna.

Þá er röðin komin að Endurminningum Múmí­npabba. Þar rekur sá gamli ýmis ævintýri sí­n og segir meðal annars frá fundum þeirra Múmí­nmömmu.

Örlaganóttin var númer fimm. Er hún best? Það telja margir.

Vetrarundur í­ Múmí­ndal var sjötta í­ röðinni.

Ósýnilega barnið og fleiri sögur, smásagnasafnið sem fjallað var um hér að framan var sú sjöunda.

íttunda og næstsí­ðasta bókin var Eyjan hans Múmí­npabba – uppáhaldið mitt.

Lokabókina rangnefndi ég í­ gær og kallaði „Haust í­ Múmí­ndal“. Hið rétta er að hún heitir „Sí­ðla í­ nóvember“. Hún gerist í­ Múmí­ndal um leið og Eyjan hans Múmí­npabba. Dýrin í­ skóginum er ráðvillt og óttaslegin – Múmí­nálfarnir eru farnir. Þau reyna að bregðast við með því­ að leika Múmí­nálfafjölskylduna, en fljótlega sjá þau að það er til einskis. Þau sætta sig við orðin hlut og hverfa til sí­ns heima. Á lok bókarinnar snúa Múmí­nálfarnir þó aftur heim.

Jamm.