Sko… …ætli það sé ekki

Sko…

…ætli það sé ekki best að senda megnið af bloggurum landsins til sálfræðings, til að raða saman brotunum af sjálfsmyndinni? Eftir Stúdentablaðsgreinina í­ morgun er annar hver bloggari að velta sér upp úr tilvistafræðilegum pælingum um gildi bloggs eða tapa sér í­ nostalgí­u yfir því­ hvað það hafi verið gaman í­ gamla daga þegar hægt var að koma öllum bloggerum fyrir í­ einu eldhúspartýi. Eftir að hafa barið mig í­ gegnum allan þennan vaðal hallast ég að því­ að vera sammála Katrí­nu varðandi það að blogg og blogglestur sé bara eins og hver önnur sápuópera.

Talandi um sápuóperur – nú hef ég ekki fylgst með Eastenders í­ marga mánuði og þegar ég hef rambað inn á þáttinn á BBC Prime, þá hef ég ekki kannast við nokkurn mann. Sigga – er eitthvað merkilegt að gerast í­ serí­unni? Ætti ég að byrja að horfa aftur?

* * *

Palli undrast það að fólk meðhöndli sí­mann hans eins og skemmtitæki en ekki öryggistæki.:

Sumir virðast halda að sí­marnir sem ég svara stundum í­, séu einhverskonar skemmtitæki en ekki öryggistæki. Af þessu leiðir að fullt af fólki hringir í­ mig á öllum tí­mum sólarhringsins til þess að segja ekki neitt.

En ekki hvað? ístæðan fyrir því­ að það er EKKI hægt að nota sí­mann sem öryggistæki er einmitt sú að Páll svarar ekki nema endrum og eins. Fyrir vikið er bara hægt að nota hann sem skemmtitæki til að bögga Pál á asnalegum tí­mum sólarhringsins.

* * *

Vangavelta dagsins: Hvort er Kit-Kat nammi eða kex?