Grasekkill Jæja, þá er Steinunn

Grasekkill

Jæja, þá er Steinunn farin til Danmerkur á einhvern norrænan MS-fund og ég verð einn í­ kotinu fram á mánudagskvöld. Ekki er það gaman.

Þessi einstæðingsskapur er þeim mun minna skemmtilegur í­ ljósi þess að fyrir vikið lendi ég einn í­ að flytja alla búslóðina í­ skottinu á Neista nýrrar aldar – eða hvernig á maður að skilja kveðjusetninguna: „Þú þarft ekkert að vera búinn að flytja ALLT dótið þegar ég kem aftur…“? Til viðbótar við þetta þarf ég lí­ka að reyna að redda leigjanda að í­búðinni (stefan.palsson@or.is) og hugsanlega´finna nýjar bókahillur. – Leiðindi!

* * *

Sigga bleika segir stórmerkilegar fréttir af Eastenders. Það kemur svo sem ekkert á óvart með Jamie og Sonju (Sonja er alveg fáránlega vinsæl persóna í­ Bretlandi), en að Little Mo sé laus við Trevor eru svo sannarlega tí­ðindi. Var´hún sem sagt sýknuð af manndrápstilrauninni á sí­num tí­ma? (Svona er hrikalega langt sí­ðan ég hef fylgst með þessu.) En hvað með Janine? Er hún ennþá sama undirförla druslan og áður?

Mér lí­st bráðvel á að hefja herferð til að pí­na RÚV til að byrja að sýna Eastenders.

* * *

Luton er á sigurbraut. Liðið er komið í­ ní­unda sæti eftir afleita byrjun, en á samt við mikil meiðslavandamál að strí­ða. Big fat Joe er besti framkvæmdastjórinn í­ deildinni eins og margsannaðist á árum hans hjá Wimbledon.

En talandi um Wimbledon. Á dögunum komu innan við 1.000 manns á heimaleik hjá þeim í­ 1. deildinni, sem er að sjálfsögðu met. ístæðan er sú að stjórnendur liðsins ætla að flytja það til steinsteypuparadí­sarinnar Milton Keynes. Á sama tí­ma mæta 2-3.000 fyrrum stuðningsmenn Wimbledon á leiki með pöbbaliði í­ grenndinni sem spilar í­ hundruðustu deild eða eitthvað álí­ka og var vant því­ að leika í­ skemmtigörðum fyrir framan 10-20 manns. Skrí­tið!