Æsast leikar Þá er farið að styttast verulega í að ég tilkynni um val mitt á næstbesta og -frægasta bloggara landsins. Eflaust mun það val koma mörgum á óvart – en stjórnmál eru jú einu sinni list hins mögulega. * * * Ormurinn fer vonandi bráðum að hressast, enda þarf hann að mæta í kvöld …
Monthly Archives: október 2002
Fjármálaséníið Já, með nýjum kreditkortatímabilum
Fjármálaséníið Já, með nýjum kreditkortatímabilum fær lífið nýjan lit. Núna get ég á ný farið að beita snjallræði mínu í fjármálastjórninni – að fara í hraðbanka, taka reiðufé út á kreditkortið og leggja inn á bankareikninginn til að passa að yfirdrátturinn springi ekki. Þetta heitir að halda hjólum efnahagslífsins gangandi, enda löngu sannað að meginþorri …
Continue reading „Fjármálaséníið Já, með nýjum kreditkortatímabilum“
Véfrétt dagsins Í samskiptum við
Véfrétt dagsins Á samskiptum við suma skyldi varast að ofnota 2. persónu fleirtölu í stað 2. persónu eintölu – jafnvel þótt flestir viti hið sanna í málinu. Þetta munu ýmsir skilja; aðrir fá útskýringu síðar; öðrum kemur þetta ekki við. Jamm * * * Nú eru margar vikur liðnar frá því að ég heimsótti síðast …
Langflottastur… Jæja, landið er nokkuð
Langflottastur… Jæja, landið er nokkuð tekið að rísa frá því á fimmtudaginn. Á fyrsta lagi er ég ekki eins kvefaður og fyrr. Á öðru lagi er komið nýtt kreditkortatímabil og ég get því haldið áfarm að neita að horfast í augu við fjárhagsstöðuna. Og í þriðja lagi er ég búinn að grynnka nokkuð á verkefnunum …
Veikasti bloggari landsins Stuna. Þessi
Veikasti bloggari landsins Stuna. Þessi flensa er ekkert grín og það var svo sannarlega ekki að hjálpa að vaka til kl. 4 í nótt að ljósrita Dagfara ásamt Palla. Ég er með hita, stíflað nef og sáran háls – og bara almennt í rusli. Ojjbara, það er leiðinlegt að vera veikur. En þessi veikindi mín …
Kopar á kirkjuþaki Fyrsti kaffibolli
Kopar á kirkjuþaki Fyrsti kaffibolli dagsins var óvenjulegur í morgun – ég sporðrenndi honum nefnilega með Mogganum. Nú hef ég ekki verið áskrifandi í tvö ár, heldur látið nægja að lesa blaðið á netinu og kunnað því nokkuð vel. Um daginn reyndi írvakursmafían að pranga blaðinu inn á mig með því að bjóða kynningaráskrift í …
Nú er ég mjög hógvær
Nú er ég mjög hógvær maður… …eins og allir vita. Fátt væri því fjær mér en að monta mig yfir hlutum á borð við vasklega framgöngu í fóltbolta eða öðru slíku. Það verður þó ekki hjá því komist að vitna hér í bloggið hans Svenna Guðmars um sunnudagsboltann. Þar segir hann: Ég verð að sjálfsögðu …
Kverkaskítur, hálsbólga og kvef… …nei,
Kverkaskítur, hálsbólga og kvef… …nei, hafið ekki áhyggjur kæru lesendur. Landsins frægasti og besti bloggari liggur ekki fyrir dauðanum heldur hans ektakvinna sem hóstaði samfellt í tólf klukkutíma í gærkvöld og nótt. Því miður hefur Steinunn tekið upp þann ljóta sið eftir mér að vola og væla í hvert sinn sem henni verður misdægurt. Þetta …
Ég og Beta rokk (Hvað
Ég og Beta rokk (Hvað ætli ég fái margar margar heimsóknir bara út af titlinum á þessu bloggi.) Beta rokk rifjar upp gamalt fyllerí á Egilsstöðum þar sem við vorum bæði stödd. Tilvitnun hefst: ég kannast aðeins við hann síðan ég var í ræðuliði ms. hann var ræðudómari og fór með í ferðina til egilsstaða …
Jæja… Það tók drjúgan tíma
Jæja… Það tók drjúgan tíma að berja sig í gegnum bloggsíðufrumskóginn í morgun, því auðvitað var ég nógu hégómlegur til að vilja lesa það sem fólk hafði til málanna að leggja um Kastljósþátt gærdagsins með okkur Salvöru. Einhverjir svekkja sig yfir því að þátturinn hafi verið frekar þurr. Auðvitað var hann þurr. Reyndar var ég …