Ekki kom þetta mikið á óvart…
Monthly Archives: nóvember 2002
Þökk sé Ármanni. …fyrir frábæran
Þökk sé írmanni. …fyrir frábæran link á franskar teiknimyndasögur (sem ómenntaði skríllinn sem enga frönsku kann skilur væntanlega ekkert í). írmann snýst til varnar bókunum um Hin fjögur fræknu. Ekki hafði ég áttað mig á því hversu margar bækurnar í þessum bókaflokki eru orðnar. Það er heill haugur óútgefinn! Nú mana ég írmann til að …
Super Mario Kristbjörn flugkappi vísar
Super Mario Kristbjörn flugkappi vísar í afrek Bros-bræðra, sem hugsanlega eru einu pípararnir sem bjargað hafa heiminum. Á gær bjargaði Kristbjörn hins vegar heimilisfólkinu að Mánagötu 24. Segið svo að bloggið sé ekki öflugt tæki! Við Steinunn börmum okkur lítillega yfir leku klósetti á blogginu og það er eins og við manninn mælt, Kristbjörn nágranni …
Handlaginn heimilisfaðir? Neinei, Steinunn mín,
Handlaginn heimilisfaðir? Neinei, Steinunn mín, það er hárrétt hjá þér að ég hef ákaflega takmarkað hugmyndaflug þegar kemur að því að gera við biluð klósett. Og hvers vegna ætti ég svo sem að hafa það? Er ég einhver h*****is pípari? Ekki yrði ég kátur ef einhver pípulagningarmaður myndi ryðjast inn á gólf hjá mér hérna …
Continue reading „Handlaginn heimilisfaðir? Neinei, Steinunn mín,“
Prófkjörsblogg Ekki reyndist ég sannspár
Prófkjörsblogg Ekki reyndist ég sannspár varðandi prófkjörin hjá íhaldinu í gær. Ég var sannfærður um að þingmennirnir röðuðu sér í níu efstu sætin og gríslingarnir féllu úr leik. Niðurstaðan varð talsvert frábrugðin. Augljóslega mikil hægrisveifla í gangi. Ekki dugði þó Ingva Hrafni að setja tengil af forsíðunni sinni á besta og frægasta bloggara landsins. – …
Aumingjaþjóðfélagið Ég er bara ekki
Aumingjaþjóðfélagið Ég er bara ekki svo fjarri því að það sé rétt að Ísland sé að breytast í aumingjasamfélag með hjálp allra þessara sjálfsstyrkingar og sjálfshjálparnámskeiða. Á gær lenti ég á gjörsamlega absúrd námskeiði í vinnunni, í tengslum við flutninga fyrirtækisins upp í Hálsahverfi. Á fyrsta lagi var absúrd að skikka mig á þetta námskeið …
Ofskynjunarlyf í bjórnum? Vá, einhverju
Ofskynjunarlyf í bjórnum? Vá, einhverju var byrlað út í bjórinn sem ég drakk í gærkvöld. Nú man ég sjaldnast drauma, en í nótt dreymdi mig tóma steypu og mundi hvert einasta smáatriði þegar ég vaknaði. Fáránlegasti draumurinn var eitthvað á þessa leið: Ég sit heima í stofu og kveiki á sjónvarpinu rétt um það leyti …
Ekki lengi að því sem
Ekki lengi að því sem lítið er… Á gær var gaman, því þá rann upp nýtt kreditkortatímabil og ég varð ríkur maður. Á kjölfarið gat ég farið að greiða reikninga – sem er gott. Því næst fór ég í ríkið og lappaði upp á vínskáp heimilisins – sem er betra. Loks fór ég í heljarlöngu …
Hagstofa Íslands Fór á Hagstofuna
Hagstofa Íslands Fór á Hagstofuna á áðan til að skrá breytt lögheimili. Fór þá að spá í því hvað það hlýtur að vera skringilegt að vinna í afgreiðslunni á svona stað. Nú upplifir stór hluti viðskiptavinanna það eflaust sem stórt skref í sínu lífi að skila inn eyðublöðum með tilkynningu um sambúð, breytingu á trúfélagi, …
Leiðtogafundur Það var merkilegur dagur
Leiðtogafundur Það var merkilegur dagur í bloggheimum í gær, því þá hittust frægasti og besti og næstfrægasti og næstbesti bloggari landsins á kaffihúsi sem kennt er við fjöldamorðingja og illmenni vestur af fjörðum. Hugsið ykkur bara ef hryðjuverkamenn úr röðum bloggandstæðinga hefðu látið til skarar skríða á þeirri stundu og sprengt staðinn í loft upp? …