Ó, elsku Unnur… …viskubrunnur! Ég

Ó, elsku Unnur…

…viskubrunnur! Ég er svo þunnur! – Var það ekki eitthvað á þessa leið sem Greifarnir sungu í­ gamla daga?

Fokkit, það að fá gömul Greifalög á heilann er ekki það sem ég þarf núna.

Er ég aumingi? Steinunn fer af landi brott að morgni fimmtudags og sólarhring sí­ðar vakna ég þunnur, brotið glas á stofugólfinu, í­sskápurinn tómur ef frá er talið allt útrunna draslið og ég hef ekki farið í­ bað… – Úgg!

* * *

Jæja, ég er þó ekki algjörlega tilgangslaus. Á það minnsta getur Bryndí­s vottað að ég er búinn að bera drjúgan hluta bókasafnsins á Mánagötuna. Restinni pakkaði ég niður í­ kassa milli þess sem ég þambaði bjór og viský með Binga og Val. – Sjæse, hvað ég er slappur.

* * *

Var að muna að ég lofaði að tala hjá VG í­ Reykjaví­k í­ fyrramálið um írak. Reyndar verður Elí­as Daví­ðsson hinn framsögumaðurinn þannig að það eru góðar lí­kur á að ég komist ekkert að. Annars er árrisulum og áhugasömum bent á að mæta „á Torgið“ (á 3. hæð í­ strætóhúsinu í­ Hafnarstræti) kl. 11 á morgun.

* * *

Jóhannes Birgir sendi mér uppörvandi póst um að Norðurmýrin sé í­ raun ekki Valshverfi heldur Framhverfi, þar sem Valsarar hafi aldrei hætt sér yfir Miklubrautina. Mikið vona ég að það sé rétt hjá honum. Til vonar og vara ætla ég samt að fá mer naglaspýtu til að reka af h0ndum mér litla dósa- og flöskusafnandi Valsgrí­slinga.