Enn skal reynt að leigja…
Jæja, þá væri nú ágætt ef einhver skriður færi að komast á leigjendaleitina. Hver myndi ekki vilja búa í íbúð besta og frægasta bloggara landsins? – Einu sinni ætlaði ég að kaupa mér íbúð bara vegna þess að Mike Pollock var fyrri eigandi…
En til þess að hagtölurnar séu á hreinu, þá er þetta 49 fm íbúð (inni í þeirri tölu er geymsla) á Hringbraut 119 (milli Nóatúns og Hróa hattar). Hún snýr þó ekki út að Hringbrautinni heldur að Lágholtsvegi þannig að umferðarhávaði er ekki vandamál. íbúðin sjálf er tveggja herbergja stúdíóíbúð, með rúmgóðum svölum. Stæði í bílskýli fylgir.
Leiga fyrir svona íbúð myndi væntanlega leggja sig á svona 55 þús. krónur, innifalið í því er hússjóður og hiti. Laus til afhendingar í vikunni.
netfang: stefan.palsson@or.is sími: 696-4825.
Á ég að trúa því að það verði ekki slegist um þessa íbúð? Rakið dæmi fyrir stúdenta… OG Subway og Little Ceasars eru að opna á fyrstu hæðinni, sem fjölgar skyndibitastöðunum á svæðinu í fjóra!