Cave og doktorinn
Jæja, þá er Dr. Gunni búinn að eyðileggja eina af uppáhaldssögunum mínum, frásögnina af tónleikum Nick Cave og heimska upphitunarbandinu. ímsar sögur hafa spunnist um Íslandsheimsókn Cave árið 1986 og í ævisögu hans, The Bad Seed, er vísað til ferðarinnar á heróínlausa klakann lýst sem einhverri ömurlegustu stundinni á ferli goðsins.
1986 var ég bara smágríslingur sem hafði ekki áhuga á öðru en því hvort Framararnir ynnu deildina og fannst Bubbi vera æði. Miklu síðar lærði ég að meta Cave og lærði í kjölfarið slatta af mistrúlegum sögum um Íslandstúrinn.
Sú besta tengdist einmitt doktornum, en hún var á þá leið að Svarthvítur draumur hefði verið fengin til að hita upp fyrir Cave. Engir hljómsveitarmeðlima hafi kannast við kauða og þeim hafi sýnst hann vera óttalegt himpigimpi – fullur, dópaður og fúll. Þeir hafi því bara klárað giggið og síðan skellt sér í partýi úti í bæ og sleppt því að horfa á aðalnúmer kvöldsins. Hermdi sagan að allt til þessa dags líði vart sá dagur að SH-draumsliðar spörkuðu ekki í sjálfa sig fyrir að hafa fengið tækifæri til að horfa á Cave og djamma með honum en sleppt því til að mæta í innflutningsboð hjá einhverjum Gúnda í Vogahverfinu…
Þessi saga er bráðskemmtileg og hefur verið sögð margoft. En nú hefur helvítið hann Gunnar eyðilagt hana. Menn eiga aldrei að skemma góðar sögur.
Jamm