Draumfarir Palla dreymir seli á

Draumfarir

Palla dreymir seli á nóttunni, sem er óhræk sönnun þess að hann sé að ganga af göflunum. Það er þó rétt hjá honum að skárra er að dreyma seli en grjótbrot – það er þreytandi. Eitt versta tí­mabil lí­fs mí­ns var þegar mig dreymdi stöðugt að ég væri að spila Minesweeper og allt sprakk í­ loft upp um það leyti sem ég var að ná að klára. Þetta gerðist svona tí­u nætur í­ röð, að ég vaknaði grútsifjaður og úttaugaður eftir maraþon-minesweeper spilamennsku. Mætti ég þá heldur biðja um seli.

* * *

Og talandi um drauma – eftir flutningana á Mánagötuna verður Draumurinn á Rauðarárstí­g loksins orðin hverfissjoppan mí­n. Það er magnaður söluturn, sem einkum er frægur fyrir eigandanna – Júlla í­ Draumnum. Það er allt mjög frjálslegt við rekstur Draumsins – t.d. er annað verðlag á gosinu á kvöldin um helgar en að deginum til, a.m.k. ef kúnnarnr eru á lakkskóm og virðast vera að kaupa sér bland. Þá var mér einhverju sinni sagt að Draumurinn seldi meira af kardimommudropum en Hagkaup. Sel það ekki dýrar en ég keypti.

* * *

Herra draumóri var aldrei í­ sérstöku uppáhaldi hjá mér, engu að sí­ður var hann einn af fáum herramannaköllum sem ég átti sem grí­slingur. (Ég átti hins vegar fullt af strumpum.) Herra draumóri var blár á litinn og í­ laginu eins og skýjahnoðri. Hann var ein fárra persóna í­ herramannabókunum sem ekki tók út neinn þroska í­ sögunni af sér. Ætli Herra hávær eða Herra kitli hafi ekki verið flottustu herramennirnir?

* * *

Eflaust spyrja ýmsir af yngri kynslóðinni sig að því­ hvers vegna við gamla fólkið biðjum um „Lakkrí­s-Draum“ úti í­ sjoppu þegar við ætlum að fá okkur samnefnt súkkulaði. Á dag er nefnilega aðeins ein tegund af Draum fáanleg – lakkrí­s-draumurinn. En svona hefur þetta ekki alltaf verið. Á upphafi voru annað hvort 3 eða 4 tegundir til af draumum. Mér er lí­fsins ómögulegt að muna hvaða bragðtegundir voru aðrar í­ boði. Það er þó eins og mig minni að til hafi verið appelsí­nudraumur og krókantdraumur. Er það misminni?

Góður draumur mar!

* * *

Vonandi hef ég ekki móðgað Dr. Gunna alvarlega með því­ að drigsla honum og félögum hans í­ Svarthví­tum DRAUMI um að hafa ekki þekkt Cave á sí­num tí­ma. Til að sleikja úr doktornum fýluna er rétt að taka það fram að Draumurinn var frábær hljómsveit og Grænir frostpinnar lí­klega eitt af fimm bestu í­slensku rokklögunum.

* * *

Bláir draumar, platan sem Bubbi og Megas unnu saman er ein af uppáhaldsplötunum mí­num. Hefur hún komið út á geisladisk? Hvenær ætla ég að gera alvöru úr því­ að brjótast inn til foreldra minna í­ skugga nætur og stela plötuspilaranum þeirra og svona hálfu plötusafninu?

* * *

Spurning: hver var DRAUMUR aldamótabarnsins í­ samnefndu lagi?

jamm