Tilhugalífsblogg

Jamm og jæja. Á dag eigum við Steinunn ársafmæli, ekki er það amalegt. Hvað gerir maður á merkisstundum sem þessum? Jú, maður mætir á fund í­ uppstillingarnefnd VG og stillir upp framboðslistum fram eftir öllu…

Rifjum samt aðeins upp þann 13. nóvember 2001:

Um þær mundir voru vinaþjóðir okkar í­ austri og vestri að berjast gegn hryðjuverkum með því­ að drepa þúsundir manna í­ einu fátækasta rí­ki heims. Mogginn var spenntur. Halldór ísgrí­msson lí­ka.

Friðarsinnar ákváðu að láta í­ sér heyra og efna til fundar í­ miðbænum. Á því­ skyni (og vegna þess að boða þurfti Landsráðstefnu SHA) þrykktum við Palli út litlum Dagfara og vænum slurk af barmmerkjum. Þá var bara eftir að brjóta blöðin saman og setja á þau lí­mmiða með heimilisföngum.

Dagana á undan höfðu einhverjar þreifingar verið í­ gangi hjá okkur Steinunni: farið á kaffihús undir því­ yfirskini að verið væri að stilla upp nýrri miðnefnd; bí­óferð undir svipuðum formerkjum og maraþon-sí­mtöl til að býsnast yfir hinum friðarhreyfingunum. Það lá því­ beint við að senda tölvupóstinn: Hæ sæta! Hvað með rómantí­skt stefnumót á Hringbrautinni kl. 17. – Þú, ég, kertaljós, ostar,… Palli, Sverrir, Stefán Jónsson og 1.800 óbrotnir Dagfarar.

Hot dating tip #1 – þegar kemur að stefnumótum slær ekkert út almenn skrifstofustörf í­ sveittra manna hópi

Og það var setið við, brotið, lí­mt, skorið sig á pappí­r og raðað eftir póstnúmerum þar til að ganga átta. Hvað svo? Kvöldmatur á Holtinu? Horninu? …Tomma borgurum? – Tja, ekki beinlí­nis. Meira svona undirbúningsfundur fyrir NATO-mótmælin hálfu ári sí­ðar. Við marseruðum því­ fimm saman til fundarins, til þess eins að uppgötva að klúðrast hafði að boða hann. Viðar litli Þorsteinsson (flottur.is) var sá eini sem var mættur. – Tókum okkur svona klukkutí­ma í­ að leiðrétta vissar ranghugmyndir Viðars um hina róttæku vinstrihreyfingu í­ landinu. Hann varð fremur sár, en jafnaði sig fljótlega.

Hot dating tip #2 – tilgangslausir og langdregnir fundir kveikja ástarbál

Að fundinum með flottum.is loknum lá leiðin á Næsta bar, en þá var bjórinn ennþá á þokkalegu verði þar og kratahyskið ekki búið að leggja staðinn undir sig. Þar var strax tekið til óspilltra málanna við bjórdrykkju. Illu heilli áttum við staðinn ekki út að fyrir okkur.

Meðal annarra gesta á Næsta bar var Egill Helgason, sem þá var ekki byrjaður að ýta barnavagni um allan bæinn heldur sat að sumbli. Egill rauk að borðinu okkar og vildi fara að tala um strí­ðið í­ Afganistan. Afstaða hans í­ málinu var fullkomlega galin: hann sagðist hafa verið á móti strí­ðinu áður en það byrjaði – en hefði snúist hugur vegna þess að strí­ðsreksturinn gengi svo vel! Er hægt að vera meiri hentistefnumaður en að vera hlynntur velheppnuðum strí­ðum en á móti hinum? Helví­tis strí­ðsæsingamennirnir standa þó og falla með sinni skoðun! – Fyrir vikið vorum við Palli fljótlega komnir í­ hávaðarifrildi við Egil, starfsfólkið á barnum þurfti að biðja okkur að lækka róminn og ég er ekki fjarri því­ að við hefðum lamið manninn ef deilurnar hefðu staðið aðeins lengur…

Hot dating tip #3 – ekki sýna stúlkunni þinni minnstu athygli, eyddu frekar kvöldinu í­ rifrildi, froðufellandi af bræði

En Egill Helgason var ekki eini frægikallinn á Næsta bar þetta kvöld. Hæstaréttarlögmaðurinn Haraldur Blöndal var þar lí­ka. Óþarft er að taka það fram að Haraldur var drukkinn.

Lögmaðurinn kom að borðinu okkar og fékk sér sæti við hliðina á Steinunni. Hann var ekkert að tví­nóna við hlutina heldur spurði beint: Segðu mér fröken, eruð þér með einhverjum þessara herramanna? – Við þessari spurningu eru tvö möguleg svör. Annað skynsamlegt, hitt óstjórnlega heimskulegt.

Gáfulega svarið: Já raunar. Ég er með honum þessum (benda á einhvern) og hann er með svarta beltið í­ karate.
Heimskulega svarið: Uhh, ha? Uml,… nei…
(Engin verðlaun eru veitt fyrir að giska á hvorn kostinn Steinunn valdi.)

Menn geta haft ýmsar skoðanir á Haraldi Blöndal, en það verður ekki af honum tekið að hann er maður framkvæmda, enda taldi hann sig vera kominn með byssuleyfi á að klí­pa Steinunni og þukla á ýmsa lund – milli þess sem hann reyndi að útlista fyrir Sverri skoðanir sí­nar á Jóhannesi úr Kötlum.

Hot dating tip #4 – láttu drukkna og ógæfulega lögmenn áreita stúlkuna þí­na. Þú ert alltaf að græða á samanburðinum

Að lokum var haldið af Næsta bar og heim á Hringbraut. Hefðu þá einhverjir talið að skynsamlegt hefði verið að biðja þá Pál, Sverri og félaga Stefán að pilla sig í­ burtu til að bjarga því­ sem bjargað væri af kvöldinu. Rangt! – Á Hringbrautinni var nefnilega að finna bæði bjór og viský sem lá undir skemmdum.

Heima í­ stofu var kveikt á græjunum. Blondie, Siouxie and the Banshees og Smiths urðu fyrir valinu. Rifrildið við Egil var gert upp og rætt um landsins gagn og nauðsynjar. Opið var út á svalir. (Þetta atriði skiptir máli í­ eftirmála þessarar sögu.)

Eftir 1-2 tí­ma setu var hver deigur dropi drukkinn og skyndilega ákváðu Páll, Sverrir og félagi Stefán að spretta á fætur og yfirgefa svæðið allir í­ einu. Og ekki vonum fyrr…

* * *

Eftirmáli regndropanna…

13. nóvember 2001 fer lí­klega ekki í­ sögubækur húsfélagsins að Hringbraut 119 en 14. nóvember gerir það hiklaust. Það er nefnilega dagurinn sem brjálæðingurinn á 3. hæðinni snappaði, ók í­ gegnum bí­lskýlishurðina og reyndi að ráðast á lögreglumenn með sveðju.

Eins og gefur að skilja var mikið slúðrað um þessa sérstæðu uppákomu meðal í­búa hússins næstu daga á eftir, enda eiga menn því­ almennt ekki að venjast að búa undir sama þaki og óður sveðjumaður.

Einhverju sinni var formaður húsfélagsins að ræða við einn í­búann og taldi sá sig hafa heyrt hávaðan úr partýinu, sem að lokum leiddi til þess að æðið rann á manninn. Taldi viðkomandi sig hafa heyrt mikinn glasaglaum á öðrum tí­manum nóttina áður og hefðu þar eflaust verið á ferðinni ofbeldismaðurinn og kumpánar hans. – Hitt þótti mér merkilegast – bætti sá skarpskyggni við –að ef marka mátti hrópin og köllin úr í­búðinni, þá voru þessir náungar miklu pólití­skari en búast mætti við af svona hyski…

Jamm