Rafmagnsleysi Þemaorð dagsins er rafmagnsleysi.

Rafmagnsleysi

Þemaorð dagsins er rafmagnsleysi. Erna varpar fram þeirri hugmynd hvort ekki mætti taka rafmagnið af Reykjaví­k einhverja stjörnubjarta nóttina. Vissulega góð hugmynd, sem því­ miður fellur í­ grýttan jarðveg hjá yfirmönnum mí­num hjá Orkuveitunni.

Erna var meðal fjölmargra gesta í­ Elliðaárdalnum í­ gærkvöld þegar Rafheimar og Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness efndu til stjörnuskoðunar í­ dalnum. Sverrir Guðmundsson, sem til skamms tí­ma kallaði sig „Orminn“ fór á kostum við fyrirlestrahald og vakti aðdáun gesta. Þau Erna munu vera farin að leggja drög að því­ að sprengja í­ loft upp Geithálsinn til að myrkva Reykjaví­kurborg – það eru hryðjuverkamenn í­ bloggheimum.

* * *

Sí­ðasta „alvöru“ rafmagnsleysið í­ Reykjaví­k var snemma árs 1991, en þá fór rafmagnið af Reykjaví­k í­ nokkra klukkutí­ma. Meðal þess sem datt þar út voru dælur Hitaveitunnar. Reiknað var út að borgin hefði orðið heitavatnslaus ef rafmagnsleysið hefði varað 45 mí­n. lengur. Þá hefðu alvarlegir hlutir getað farið að gerast, enda var skí­taveður.

Rafmagnsleysið kom sér þó ágætlega fyrir suma. Á þeim hópi voru liðsmenn spurningaliðs MR sem voru að keppa í­ 1. umferð Gettu betur í­ útvarpinu gegn Verkmenntaskólanum á AKureyri. MR-ingarnir mættu kokhraustir, en voru gjörsamlega kjöldregnir af norðanmönnum. Var það versta tap MR í­ keppninni fyrr og sí­ðar. – Gátu MR-ingar því­ prí­sað sig sæla hversu fáir heyrðu ósköpin í­ útvarpinu…

* * *

Straumrof eftir Halldór Laxness er kostulegt leikrit. Það gerist í­ rafmagnsleysi eins og nafnið gefur til kynna og lýkur á að rafmagnið kemst aftur á og útvarpið fer í­ gang. Skúli Sigurðsson erkisnillingur tekur þetta leikrit oft sem dæmi um þá rafmagnsdellu sem skáldið var með.

* * *

Fyrir mörgum árum, þegar Palli Hilmars og ísar Logi bjuggu saman í­ Þingholtunum gerðist skemmtilegt atvik tengt rafmagnsleysi. Þeir félagar voru slugsar í­ að greiða reikninga, s.s. sí­mareikninga og rafmagnsreikninga. Svo gerist það einhverju sinni að rafmagnið fer af í­búðinni á föstudagseftirmiðdegi, um það leyti sem bankarnir voru að loka. Þótti þeim félögum þetta vera hið mesta lúabragð af hálfu Rafmagnsveitunnar að rjúfa straumin rétt fyrir helgi – vitandi að þeir kæmust ekki í­ banka fyrr en á mánudag og yrðu því­ að búa við rafmagnsleysi þar til straumurinn kæmist á aftur.

Páll og ísar dóu þó ekki ráðalausir, heldur drógu fram forláta prí­mus sem hægt var að nota til lágmarks matargerðar og létu sér svo nægja að lesa við kertaljós eða týruna frá vasaljósi heimilisins, milli þess sem þeir bölvuðu því­ að hafa hvorki útvarp, plötuspilara eða sjónvarp – fóru í­ sturtu í­ kolniðamyrkri (eða slepptu því­ að baða sig eftir atvikum) og svældu í­ sig þeim mat úr í­sskápnum sem ekki skemmdist. – Eflaust hefðu þeir sönglað eins og Súkkat: Ég á mér draum – um strau-hau-hau-m… – ef það lag hefði verið komið út þegar sagan gerðist.

Rennur svo upp mánudagur og þeir kumpánar rjúka niður á Suðurlandsbraut 34 í­ höfuðstöðvar Rafmagnsveitunnar til að semja um greiðslu á rafmagnsreikningnum. Fá þeir þá þau svör að þeir séu ekki í­ neinni skuld og að rafmagnið eigi að vera inni. Við nánari athugun kom nefnilega í­ ljós að slegið hafði út öryggi í­ rafmagnstöflunni í­ kjallaranum. – Þótti mál þetta hið háðulegasta í­ alla staði…

Jamm