Ekki lengi að því sem

Ekki lengi að því­ sem lí­tið er…

Á gær var gaman, því­ þá rann upp nýtt kreditkortatí­mabil og ég varð rí­kur maður. Á kjölfarið gat ég farið að greiða reikninga – sem er gott. Því­ næst fór ég í­ rí­kið og lappaði upp á ví­nskáp heimilisins – sem er betra. Loks fór ég í­ heljarlöngu biðröðina fyrir utan Japis í­ Brautarholtinu og keypti mér miða á Nick Cave – sem er langbest. Þá þarf ég ekki lengur að hafa meiri áhyggjur af rí­kidæmi mí­nu.

Annars er landið greinilega farið að rí­sa hjá mér í­ peningamálum – í­ það minnsta metur rí­kið það sem svo að samlegðaráhrif þess að við Steinunn séum farin að deila einum í­sskápi í­ stað tveggja áður séu rúmlega 15.000 krónu virði. Að sjálfsögðu munu greiðslurnar skerðast sem því­ nemur. Er ekki bara málið að fara að kjósa Pétur Blöndal? Hann útskýrði það svo skilmerkilega að ef skattgreiðslunum yrði velt af hátekjufólkinu yfir á þá sem minnst hafa, þá muni lægstu laun rjúka upp úr öllu valdi. Raunar er alveg með ólí­kindum að ekki skuli fleiri sækja í­ að gerast láglaunafólk en raun ber vitni í­ ljósi þess hvað skattkjör þess eru góð. Mikið hlýtur að vera dapurlegt að vera fastur í­ hálaunagildru eins og vesalings fólkið sem nú þarf að borga meira en þeir sem minnstar tekjur hafa…

Af hverju er ég að blogga um þetta? Hvers vegna fer ég ekki frekar og kveiki í­ húsinu hjá PB?

* * *

Menntaskólaleiðbeinandinn kvartar yfir að fá ekki nógu oft tengil yfir á sig frá sí­ðunni minni. Greinilegt er að það hefur stigið honum til höfuðs að vera nefndur í­ framhjáhlaupi á Kistunni í­ sömu andrá og Beta buff og Dr. Gunni. Þessi gagnrýni er afar ómakleg í­ ljósi þess að ég lúsles bloggið hans á hverjum degi í­ þeirri von að finna eitthvað sem tengja mætti á – en finn sjaldnast neitt annað en einhverja nostalgí­u frá áttunda áratugnum og vangaveltur varðandi 70 mí­nútur.

* * *

Hvernig er það – eru ekki einhverjir hugmyndarí­kir einstaklingar eða textasmiðir í­ bloggheimum? Ef ráðist verður í­ stækkun Minjasafnsins í­ samstarfi Orkuveitunnar og Landsvirkjunar, þá er ljóst að velja þarf nýtt nafn á batterí­ið. Þetta á að vera safn, fræðslumiðstöð og alhliða sýningaraðstaða fyrir þessi tvö fyrirtæki – þjónustuhús fyrir útivistarfólk í­ Elliðaárdalnum og í­ samstarfi við Fornbí­laklúbbinn sem vill reka bí­lasafn í­ sama húsi. Hvað á barnið að heita? „Orkustöðin“? „Rafmagnssetrið“?

* * *

Slátur í­ kvöld, annan daginn í­ röð. Heimilisfólk að Mánagötu 24 skiptist í­ tvær meginfylkingar varðandi það hvernig éta skal slátur. Annars vegar er það Steinunn sem vill helst éta það heitt með kartöflumús eða uppstúf. Hins vegar ég sem vil éta það kalt með hrí­sgrjónagraut. – Þar sem sláturkeppirnir frá tengdó eru geysistórir er útlit fyrir að við munum geta slegið tvær flugur í­ einu höggi til vors. Borðað helminginn fyrra kvöldið og restina daginn eftir…

Hey – kannski rí­kið hafi á réttu að standa eftir allt og samlegðaráhrifin séu virkilega 15.000 krónu virði!

Er ég kannski að sví­kja Vinstri græna og stjórnarandstöðuna með því­ að taka Kjartan Ólafsson á orðinu og éta slátur? Spyr sá sem ekki veit.