Aumingjaþjóðfélagið Ég er bara ekki

Aumingjaþjóðfélagið

Ég er bara ekki svo fjarri því­ að það sé rétt að Ísland sé að breytast í­ aumingjasamfélag með hjálp allra þessara sjálfsstyrkingar og sjálfshjálparnámskeiða. Á gær lenti ég á gjörsamlega absúrd námskeiði í­ vinnunni, í­ tengslum við flutninga fyrirtækisins upp í­ Hálsahverfi. Á fyrsta lagi var absúrd að skikka mig á þetta námskeið í­ ljósi þess að ég er ekki að flytja neitt, safnið verður áfram í­ Elliðaárdalnum og því­ fráleitt að draga mig úr vinnu til að hlusta á maraþonfyrirlestur um það hvernig skrifstofustólar yrðu metnir hæfir eða óhæfir til flutnings. – Á öðru lagi var absúrd að heyra talað um þessa flutninga eins og einhverja trámatí­ska lí­fsreynslu sem veita þurfi fólki áfallahjálp við.

Komm on. Flest starfsfólk Orkuveitunnar er fullorðið fólk sem hefur á sinni ævi skipt um vinnu, færst til í­ starfi, flutt búferlum, hafið sambúð og skilið aftur eftir atvikum. Það getur ekki kallað á sálfræðiaðstoð að flytja úr einu skrifstofuhúsi yfir í­ annað! – ífallahjálp er örugglega fí­n fyrir fólk sem lendir í­ slysi eða missir húsið sitt í­ bruna, en þegar reynt er að pranga henni inn á alla og ömmur þeirra endar þetta í­ tómri vitleysu.

Einu sinni las ég próförk af tí­mariti sálfræðingafélagsins þar sem meðal annars var fjallað um „áfallaröskun“ – en það er það fyrirbæri þegar fólk verður fyrir áfalli og lendir í­ sálrænum erfiðleikum vegna hörmunga sem annað fólk í­ umhverfi þess lendir í­. Rannsóknin sem greinin fjallaði um tók á snjóflóðunum á Flateyri og var ætlað að kanna áhrif þessarar slæmu reynslu á í­búa nágrannasveitarfélagsins Þingeyrar.Til að finna út viðmiðunarhóp var einnig rætt við í­búa á Raufarhöfn eða Kópaskeri (lí­tið pláss á landsbyggðinni). Svo kom í­ ljós að snjóflóðin gerðu fólkið á Raufarhöfn jafn þunglynt og Þingeyringanna. Þá hefðu sumir sagt að forsendur rannsóknarinnar væru brostnar, en sálfræðingarnir sem hana gerðu héldu nú ekki. Þeirra niðurstaða var sú að öll þjóðin hefði orðið fyrir áfallaröskun. Næsta skref væri þá væntanlega að senda alla þjóðina til kæra sála til að tala sig í­ sátt við lí­fið og væntanlega fá pillur með…