Ofskynjunarlyf í bjórnum? Vá, einhverju

Ofskynjunarlyf í­ bjórnum?

Vá, einhverju var byrlað út í­ bjórinn sem ég drakk í­ gærkvöld. Nú man ég sjaldnast drauma, en í­ nótt dreymdi mig tóma steypu og mundi hvert einasta smáatriði þegar ég vaknaði. Fáránlegasti draumurinn var eitthvað á þessa leið:

Ég sit heima í­ stofu og kveiki á sjónvarpinu rétt um það leyti sem sjö-fréttirnar eru að byrja. Á skjánum er Logi Bergmann grafalvarlegur og greinilega í­ stellingum til að segja stórfréttir.

Logi: Íslenskur fræðimaður hefur játað á sig ábyrgðina á atviki tengdu Íslenskri erfðagreiningu sem átti sér stað skömmu eftir að fyrirtækið var fyrst stofnað. Frá þessu er sagt í­ nýútkominni bók um í­slenskar erfðarannsóknir sem búast má við að veki mikla athygli

Ég hugsa strax: þetta hlýtur að tengjast Steindóri J. Erlingssyni. Nú liggur hann í­ því­.

Klippt er á fréttamann sem stendur fyrir utan höfuðstöðvar íE í­ Vatnsmýrinni og ætlar greinilega að taka viðtal við Pál Magnússon, fjölmiðlafulltrúa fyrirtækisins. Páll er mjög þungbrýndur. Fréttamaðurinn segir: Á bókinni „Genin okkar“ eftir ví­sindasagnfræðinginn Steindór J. Erlingsson kemur fram hörð gagnrýni á Íslenska erfðagreiningu og saga fyrirtækisins er rakin allt frá því­ að það var stofnað um miðjan ní­unda áratuginn. Á bókinni játar Steindór að hafa sjálfur staðið á bak við sí­maat sem átti sér stað í­ fyrsta starfsmánuði fyirtækisins, en nokkuð var fjallað um málið á sí­num tí­ma. Við skulum skoða gamlar fréttamyndir af því­…

Skipt er yfir á slaka upptöku úr fréttatí­ma frá árinu 1986 eða 1987. Jóhanna Vigdí­s Hjaltadóttir situr í­ stól fréttamannsins. Hún er með það brjálaðasta 80s-hár sem sést hefur.

Jóhanna: Fyrirtækið Íslensk erfðagreining varð fyrir því­ á dögunum að gert var hjá því­ sí­maat. Frá þessu var fyrst sagt í­ Krakkafréttatí­manum á Stöð 2.

(Fyrir þá sem ekki muna hélt Stöð 2 úti fréttatí­ma fyrir börn, unnin af börnum í­ árdaga stöðvarinnar. Þar voru að mig minnir Magnús Geir Þórðarson, Sólveig Arnarsdóttir og Kristján Eldjárn heitinn meðal fréttamanna. – Er það misminni?)

Sýnd er upptaka úr Krakkafréttatí­manum þar sem fréttamaður er að taka viðtal við forstöðumann Íslenskrar erfðagreiningar. Sá reynist vera Vilhjálmur Egilsson og er honum mjög brugðið.

Ég sit heima í­ stofu og hugsa: „Steindór minn, núna liggurðu svo sannarlega í­ því­. Nú ertu búinn að gefa Kára Stefánssyni höggstað á þér og átt ekki viðreisnar von úr þessu.“ – Skyndilega átta ég mig hins vegar á því­ að fréttamaðurinn ungi er Kolbeinn Óttarsson Proppé, lí­klega 13- 14 ára gamall. Raunar er með ólí­kindum að ég átti mig á því­ að þetta sé Kolbeinn, enda er barnið á skjánum ógurlega ófrí­tt. En það sem meira er, þá keðjureykir hann meðan á viðtalinu stendur.

Kolbeinn: …og þú ert sem sagt að segja að einhver maður hafi hringt í­ ykkur og kynnt sig sem Fáviti.is?

Vilhjálmur: Já, hann var kurteis í­ fyrstu en svo fór hann að ausa yfir okkur skömmum og sví­virðingum.

Kolbeinn:Og hvaða nöfnum kallaði hann ykkur?

Vilhjálmur: Tja, meðal annars kúkalabba. Og þá fór okkur að gruna hvers kyns var. Svo er Fáviti.is frekar óvenjulegt nafn.

Kolbeinn: Og hvernig varð ykkur við?

Vilhjálmur: Tja, fólki var náttúrlega brugðið. Það er rosalegt að lenda í­ svona hlutum.

Klippt aftur á fréttamanninn fyrir utan hús íE.

Fréttamaður: En nú er sem sagt komið í­ ljós að maðurinn sem kynnti sig sem Fáviti.is var enginn annar en Steindór J. Erlingsson. Steindór – hvers vegna kýstu að ljóstra þessu upp núna?

Steindór hlær tryllingslega. Ég hugsa: fokk, allt er tapað!

Vakna…