Handlaginn heimilisfaðir? Neinei, Steinunn mín,

Handlaginn heimilisfaðir?

Neinei, Steinunn mí­n, það er hárrétt hjá þér að ég hef ákaflega takmarkað hugmyndaflug þegar kemur að því­ að gera við biluð klósett. Og hvers vegna ætti ég svo sem að hafa það? Er ég einhver h*****is pí­pari?

Ekki yrði ég kátur ef einhver pí­pulagningarmaður myndi ryðjast inn á gólf hjá mér hérna á safninu og fara að messa yfir lýðnum um sögu rafveitunnar. Á sama hátt ætla ég ekki að ráðast inn á svið iðnaðarmanna í­ lögverndaðri starfsgrein. Það væri absúrd!

Milli mí­n og pí­parastéttarinnar rí­kir óformlegt samkomulag. Ég abbast ekki upp á þeirra lagnir og þeir láta tæknisöguna í­ friði. Á þessu er þó ein skemmtileg undantekning – „Lagnafréttir“ Sigurðar Grétars í­ Fasteignablaði Moggans. Það er sagnfræði sem segir sex!

* * *

Fór heim til gömlu í­ gær til að tékka á því­ hvort ekki væri þar að finna e-ð af teiknimyndasögum sem ég hafi skilið þar eftir. Það stóð heima. Uppskeran var tvær Palla og Toggabækur (þ.á.m. hin frábæra „Bannað að lí­ma“), þrjár bækur um Hin fjögur fræknu, Prúðuleikarabókin „Ljósmyndari kemur í­ heimsókn“ og Ævintýri Birnu Borgfjörð.

Hin fjögur fræknu hafa aldrei skorað hátt hjá mér. Sérstaklega þótti mér Lastí­k vera leiðinlegur karakter. Og af hverju að kalla hann Lastí­k í­ í­slensku þýðingunni? Hvers konar ónefni er það?

Ævintýri Birnu Borgfjörð keypti ég mér örugglega á bókamarkaði. Einu sinni skrifaði ég tvær merkar menningargreinar á Múrinn um þessar bækur.

Annars er teiknimyndasögusafnið í­ uppsveiflu. Um daginn leit ég nefnilega við í­ Góða hirðinum og önglaði mér í­ „Frost á Fróni“ með Samma og Kobba; „ílagaprinsinn“ með Stjána bláa; „Svörtu örina“ með Hinrik og Hagbarði og svo tvær Svals og Valsbækur – „Hrakfallaferð til Feluborgar“ og „Tí­mavilta prófessorinn“. – Teiknimyndasöguskápurinn mun í­ framtí­ðinni tryggja mér ómældar vinsældir yngri frændsystkina og annarra barna.

Jamm