Super Mario Kristbjörn flugkappi vísar

Super Mario

Kristbjörn flugkappi ví­sar í­ afrek Bros-bræðra, sem hugsanlega eru einu pí­pararnir sem bjargað hafa heiminum. Á gær bjargaði Kristbjörn hins vegar heimilisfólkinu að Mánagötu 24.

Segið svo að bloggið sé ekki öflugt tæki! Við Steinunn börmum okkur lí­tillega yfir leku klósetti á blogginu og það er eins og við manninn mælt, Kristbjörn nágranni okkar bauð fram þjónustu sí­na og lagaði klósettið milli þess sem hann skellti í­ sig 1-2 kaffibollum. – Handhægt!

Annars datt mér í­ hug að fara að kalla Kristbjörn „Liebermann“. Tengingin er augljós. Hann sóttist eftir að verða næstbesti og -frægasti bloggari landsins, en tapaði naumlega fyrir Þórdí­si. Þessu má lí­kja við það þegar Joe Liebermann reyndi að verða varaforseti Bandarí­kjanna en mistókst. – Eftir því­ sem ég hugsa meira um þetta, þá er ég samt farinn að fá efasemdir um þetta viðurnefni. Er kurteislegt að lí­kja manninum sem lagar klósettið manns við fasistann Liebermann? Og ef Kristbjörn væri Liebermann, væri Þórdí­s þá Chaney? Og – úgg! Væri ég þá Bush?

* * *

Á bloggi gærdagsins var minnst á Sigurð Grétar Guðmundsson. Af því­ tilefni skal rifjaður upp gamall pistill Lagnafrétta, sá nefndist því­ skemmtilega nafni „írinni kennir illur ræðari“:

HANN sat ábúðarmikill, drakk kaffið með bersýnilegri velþóknun, ekki fyrsti bollinn í­ dag og örugglega ekki sá sí­ðasti. Að baki var langur starfsferill í­ byggingarbransanum og hvergi komið að tómum kofunum þegar rætt var um byggingar, hvort sem það var í­ hans fagi, trésmí­ðinni, eða öllum hinum.
Lagnir, kerfi og ekki sí­st stýringar voru undir ákveðnar skoðanir beygðar, enda skoðanalausir menn heldur hvimleiðir.

Hann kom þó verulega á óvart þegar hann dró upp úr skoðanakirnu sinni afgamalt mál sem flestir héldu að væri útrætt, en það er lí­klega of snemmt að fagna málalyktum á því­ sviði.

„Ég les nú oft þessa pistla, lagnafréttir, margt ágætt í­ þeim, en stundum er ég þó gjörsamlega ósammála,“ sagði hann og setti sig nú í­ stellingar læriföður sem valdið hefur.

„Það er nokkuð um liðið að það hafi verið skrifað um túr- eða retúrkrana í­ pistlunum, en þó man ég það langt að eindregið var mælt með notkun túrkrana á ofna, en mælt á móti notkun retúrkrana, sem þó voru nær allsráðandi fyrir 15-20 árum.

Þessu er ég algjörlega ósammála og get rökstutt það. Við byggðum fjölbýlishús og fórum eftir þessum ráðum og öðrum viðlí­ka, illu heilli, notuðum nær eingöngu túrkrana.

Og hver varð árangurinn?

Kerfið virkaði engan veginn, sumir ofnarnir hitnuðu allt of mikið, aðrir hitnuðu ekkert og allra sí­st þeir stærstu þar sem hitaþörfin var mest.“

Hann saup nú drjúgum á kaffinu og var orðið mikið niðri fyrir. Reynt var að malda í­ móinn og sagt að þessu hefði mátt bjarga.

„Mátt bjarga, já, að sjálfsögðu, og það var gert á þann eina hátt sem var fær. Við létum rí­fa alla þessa déskotans túrkrana burtu og settum retúrkrana á alla ofna. Sí­ðan hefur þetta gengið þokkalega og lí­tið um kvartanir.“

Og hvað var gert við túrkranana?

„Þeir liggja ví­st í­ kassa niðri í­ sameign og verða þar lí­klega ellidauðir ef þeir fara ekki í­ Sorpu,“ var svar mannsins sem vissi sí­nu viti.

– Á þessum inngangskafla kemur í­ ljós að Sigurður Grétar er leikskáld gott og er laginn í­ að sviðsetja samtöl. Hér grí­pur hann til þess stí­lbragðs að gefa andstæðingi sí­num orðið og leyfa honum að tefla fram sí­num rökum. Þessu næst snýr hann sér í­ að rí­fa málflutning hans í­ sig:

íður en lengra er haldið er rétt að rifja örstutt upp fræðin. Túrkraninn er á innrennslisröri ofnsins og stýrist eftir lofthitanum í­ viðkomandi herbergi, lokar við hækkandi hita og opnar við lækkandi. Retúrkraninn er hinsvegar á afrennsli ofnsins og stýrist eftir hitanum á vatninu sem rennur út af ofninum, lokar á sama hátt við hækkandi vatnshita og opnar við lækkandi hita. Retúrlokinn er því­ í­ litlum tengslum við hitann í­ herberginu, búast má við talsverðum hitasveiflum þar sem hann er notaður.

En þegar byrjað var að nota túrkrana gleymdu menn fljótlega mikilvægu atriði sem heitir jafnvægisstilling eða getur eins kallast rennslisstilling. Látið var nægja að stilla haus kranans á æskilegan hita en þegar hann opnaði gaf kraninn á litla ofninum jafnmikið vatn og kraninn á þeim stóra. Og þar með mishitnaði kerfið og menn urðu auðvitað hundfúlir. Þetta gerðist hinsvegar ekki á retúrkrananum, þegar vatnið fór að renna heitt út af ofninum lokaði kraninn og svo koll af kolli, allir ofnar hitnuðu að lokum en hitastillinging varð alltaf ójöfn og æði brokkgeng.

Upp úr 1980 komu túrkranar með nýjum innbyggðum búnaði til að skammta hverjum ofni það vatnsmagn sem viðkomandi ofn þurfti, en því­ miður virðist vera misbrestur á að þessi búnaður sé endanlega stilltur rétt.

Það er einmitt það sem virðist hafa gerst hjá fyrrnefndum ábúðarmiklum kaffiþambara, það var sem sagt notaður ágætur búnaður, en hann aldrei stilltur þannig að hann virkaði eins og til var ætlast.

Þá var ekki frekar spurt; túrkranar voru dæmdir drasl sem best var að losna við og setja þá upp gömlu góðu retúrkranana í­ staðinn.

– Þegar hér er komið sögu er ekki laust við að lesandinn spyrji sig spurningarinnar: „Er eitthvað á móti því­, hafa retúrkranar ekki þjónað húseigendum á hitaveitusvæðum bæði vel og lengi?“ – En Sigurður á svar við því­:

Vissulega, en þeir verða aldrei góðir hitastillar, þeir halda sí­nu striki hvort sem kalt er úti eða heitt og brakandi sólskin, þeir láta renna á sama hitastigi út af ofninum ár og sí­ð ef stillingu er ekki breytt og ef of heitt verður á sumardegi er oft brugðið á það ráð að opna alla glugga og svaladyrnar lí­ka.

Túrkraninn krefst hinsvegar meiri nákvæmni af pí­pulagningamanninum við uppsetningu, það þarf að velja staðsetningu af alúð, stundum þarf fjarnema til að forðast staði þar sem hætta er á dragsúgi, svo sem undir opnum glugga eða við svaladyr, það þarf að stilla vatnsmagnið sem um hvern túrkrana rennur af nákvæmni miðað við stærð ofns og rýmis.

Þá er komin miklu nákvæmari hitastilling í­ í­búðina sem bæði veitir meiri þægindi og betri nýtingu á heita vatninu til þæginda fyrir budduna.

Okkar kaffikæri byggingamaður var því­ æði fljótfær. Hann hefði ekki hent Bensinum fyrir Lödu þó gangurinn hefði verið skrykkjóttur.

Hann hefði farið með Bensinn í­ vélarstillingu og ekið um göturnar sæll og ánægður.

Já, það eru ekki bara lagnapáfar sem fá á baukinn í­ Lagnafréttum. Sjálbirgingslegir kaffisvelgir eiga heldur ekki sjö dagana sæla…