Heimtur úr helju… Jæja, þá

Heimtur úr helju… Jæja, þá er besti og frægasti bloggarinn farinn að blogga aftur eftir hálfsmánaðarfrí­. Að því­ tilefni verður bloggið óvenjulangt og kemur ví­ða við. * * * Þögnin: Af hverju blogghví­ld? Jú, ástæðan er einföld. Ég vildi gefa öðrum og minni spámönnum í­ bloggsamfélaginu tækifæri til að sýna sig og sanna án þess …

Besti bloggarinn hjá Gísla Marteini

Besti bloggarinn hjá Gí­sla Marteini Jæja, þá er eins gott að fara að setja sig í­ stellingar og kaupa popp og kók fyrir næsta þátt hjá Gí­sla Marteini. Besti og frægasti bloggari landsins verður nefnilega í­ viðtali ásamt Illuga Jökulssyni og Jónsa úr Svörtum fötum. (Já, ég veit. Frekar skringileg samsetning.) Þvert á það sem …

Ormurinn ratvísi Ormurinn var með

Ormurinn ratví­si Ormurinn var með bráðskemmtilega nördafærslu um götuheiti í­ Reykjaví­k. Hann rifjar upp götunafnið Fjallhaga, sem er gott nafn á skemmtilegum göngustí­g. Sú var hins vegar tí­ðin að Fjallhaginn hafði öðru og veigameira hlutverki að gegna, því­ á gömlum Reykjaví­kurkortum sést að hann náði alla leið út að Suðurgötu, þar sem Sturlugata tók við …

Stefán klæmist við börnin Úff,

Stefán klæmist við börnin Úff, þá er fyrri heimsókn 10. bekkinga úr Húsaskóla lokið. Hressir krakkar. Engin sýnilega brjáluð börn, strákarnir til friðs og stelpurnar ekki að deyja úr gelgjuskap. Það eru samt ákveðin vandamál sem fylgja heimsóknum sem þessum, einkum er varðar tilraunirnar sem ég læt grí­slingana gera meðan á fyrirlestrinum stendur. Þau tengjast …

Nýja félagið er komið með

Nýja félagið er komið með einn í­ útví­kkun Það er með hreinum ólí­kindum hversu góðar undirtektir hugmyndin um stofnun sjálfstyrkingarhóps stuðningsmanna minni knattspyrnufélaga hefur fengið. Nú hefur verið stofnað nýtt netfang fyrir áhugasama að skrá sig: minnimattar@hotmail.com – verið með frá byrjun! En hvað á barnið að heita? – Þegar hefur verið leitað til Örnefnastofnunnar …

Hlutirnir eru að gerast! Sat

Hlutirnir eru að gerast! Sat í­ gær yfir leik dauðans heima hjá Kjartani ásamt Sylví­u, Orminum og fleira fólki, þar sem vondu mennirnir í­ Júnæted unnu vondu mennina í­ Arsenal. Ó boj, hvað svona stórleikir eru leiðinlegir – en þó sérstaklega vegna helv. stuðningsmannanna sem dregnir eru fram í­ viðtöl fyrir leik og í­ hléi. …

Árás á bloggheiminn? Jæja, nú

Árás á bloggheiminn? Jæja, nú liggur í­slenska bloggsamfélagið svo sannarlega í­ því­. Vefritið Kreml hjólar í­ bloggara og kallar okkur sorglega útgáfu af raunveruleikasjónvarpi. Það er raunar hin mesta synd að höfundur greinarinnar, Svanborg Sigmarsdóttir, skuli láta blogg-formið fara svona í­ taugarnar á sér því­ allt annað í­ pistlinum hennar er eins og klippt út …

Af menningarástandi Í grasekkilsstandi mínu

Af menningarástandi Á grasekkilsstandi mí­nu lá leiðin á Kaffi Stí­g ásamt Palla í­ gærkvöld. Það er magnaður staður. Selur ekki bjór á krana, en er með ýmsar tegundir, einkum kanadí­skar, á flösku. Við Páll tókum svona þrjá bjóra innan um heldur skuggalega gesti staðarins. Svo fórum við og fengum okkur nesti. Barþjónninn átti í­ stökustu …