ístæður til að gleðjast og ergjast
Jæja, besti og frægasti bloggari landsins er snúinn aftur til höfuðborgarinnar og tekinn til við fyrri iðju eftir fjögurra daga bloggfall. Eru nú ýmsar ástæður til að gleðjast og ergjast.
Fimm ástæður til að ergjast:
1. Steinunn er komin inn á Sankti Jósepsspítalann og verður þar næstu tvær nætur. Á meðan er ég eins og illa gerður hlutur.
2. Visa-reikningur frá helvíti um þessi mánaðarmót. Ekki hjálpaði þessi norðurför heldur til við að stramma af fjárhaginn.
3. Íslandspóstur er hættur að senda mér póst, bæði á gamla staðinn og þann nýja. Núna endursenda þeir allt það sem mér er sent á annan hvorn staðinn. – Mér finnst að skylda eigi alla frjálshyggjumenn sem mæla fyrir einkavæðingu og háeff-un fyrirtækja að díla við þjónustuver póstsins í einn dag.
4. Félagsstörf eru að taka of mikinn tíma. Hvenær ætla ég að læra að segja nei?
5. Þrátt fyrir bjartsýni Steinunnar á fimmtudaginn þá er ekki útséð með það hvort viðgerð Kristbjarnar á klósettinu haldi. Pípulagnirnar á heimilinu eru farnar að snúast gegn mér og nú í morgun reyndi sturtan að myrða mig með gusu af sjóðheitu vatni þegar síst skyldi.
Sex ástæður til að gleðjast:
1. Þegar Steinunn kemur aftur heim af Sankti Jó og verður búin að liggja í nokkra daga til viðbótar, þá verður hún hress aftur og getur farið að bralla fullt af sniðugum hlutum.
2. Ferðin norður tókst vel. Ég er bjartsýnn á niðurstöður hennar.
3. Kortið sem við Palli höfum verið að nördast í fyrir herstöðvaandstæðinga verður þrusuflott.
4. Kannski fer mér að berast aftur póstur á næstunni.
5. Luton vann um helgina og er komið í 6.-8. sæti. Framararnir unnu í handboltanum og eru á sigurbraut.
6. Eftir viku verða Nick Cave-tónleikar
– Af þessu má sjá að ég hef fleiri hluti til að gleðjast yfir en til að svekkja mig á í lífi mínu og verð því að teljast hamingjusamur – að meðaltali…
* * *
Horfði á Sjálfstætt fólk með Jón írsæl í gær, reyndar í ruglaðri útsendingu en með ótrufluðu hljóði. Horfi aldrei á þennan þátt, en datt niður í þennan vegna þess að ég kannast aðeins við Önnu Kristjánsdóttur. Hún vinnur hjá Orkuveitunni eins og ég, auk þess sem hún þekkti pabba og mömmu í gamladaga (þegar hún var hann).
Óskaplega tókst mér að láta Jón írsæl fara í taugarnar á mér. Nú voru ótal áhugaverðar spurningar sem hann hefði getað spurt Önnu að, varðandi líf hennar sem kynskiptingur – s.s. varðandi félagslega þætti, sjálfsmynd o.s.frv. Samt var eins og samtalið virtist alltaf leita aftur í sama farið – spurninguna um typpi eða píku. Og helst hefði hann viljað fá einhverjar krassandi sögur tengdar kynlífi. – Þó hefði honum mátt vera ljóst strax í upphafi að Anna ætlaði sér ekki að hleypa umræðunni í þann farveg, enda koma þau mál engum öðrum við.
Hefði Jón írsæll hagað spurningum sínum á þann hátt sem hann gerði, t.d. varðandi klæðaburð Önnu, ef viðmælandinn hefði ekki verði kynskiptingur? Mér er það til efs.
En efnið var vissulega áhugavert…
Jamm