Af menningarástandi Í grasekkilsstandi mínu

Af menningarástandi

Á grasekkilsstandi mí­nu lá leiðin á Kaffi Stí­g ásamt Palla í­ gærkvöld. Það er magnaður staður. Selur ekki bjór á krana, en er með ýmsar tegundir, einkum kanadí­skar, á flösku. Við Páll tókum svona þrjá bjóra innan um heldur skuggalega gesti staðarins. Svo fórum við og fengum okkur nesti. Barþjónninn átti í­ stökustu vandræðum með að finna poka undir varninginn. Á meðan stærði hann sig mikið af því­ að hafa aldrei lent í­ vandræðum fyrir að selja út af staðnum – öfugt við ýmsa samkeppnisaðila hans. Hafi markmiðið verið að sannfæra okkur um að Kaffi Stí­gur sé ekki rottuhola, þá mistókst það. – En rottuholur geta svo sem verið ágætar til sí­ns brúks.

Því­næst var skundað á Mánagötuna, þar sem flestar ljósaperur eru sprungnar og heimilið því­ myrkvað. Spiluðum við Cave lengst frameftir nóttu og tefldum. Ég vann þrjár, Palli þrjár og eitt jafntefli. Hápunkturinn var þó þegar mér tókst á glæsilegan hátt að heimaskí­tsmáta Palla.

Hann þykist vera þunnur núna. – Aumingi…

* * *

Á seinni tí­ð blogga ég nánast aldrei um pólití­k. Það geri ég til að hefja mig yfir dægurþras stjórnmálanna, enda verð ég að gæta stöðu minnar sem sameiningartákn í­slenskra bloggara, sómi þeirra, sverð og skjöldur. Samt verð ég að hrósa pistli Helga Hjörvars í­ dag. Öfugt við ýmsa vini mí­na hef ég alltaf verið dálí­tið hrifinn af Helga. – Erum við kannski svona lí­kir í­ innræti?

* * *

Lýsi hins vegar frati á happdrætti R-listans. Þar vann ég ekki neitt. Ekki hefði verið leiðinlegt að fá eins og einn Tolla upp á vegg. (Eru ekki alltaf Tolla-málverk í­ vinning í­ pólití­skum happdrættum?

* * *

Frægi kall dagsins á Minjasafninu var Hrafn Gunnlaugsson. Hann hefur merkilegar hugmyndir um lí­fið og tilveruna.

Jamm.