Hlutirnir eru að gerast!
Sat í gær yfir leik dauðans heima hjá Kjartani ásamt Sylvíu, Orminum og fleira fólki, þar sem vondu mennirnir í Júnæted unnu vondu mennina í Arsenal. Ó boj, hvað svona stórleikir eru leiðinlegir – en þó sérstaklega vegna helv. stuðningsmannanna sem dregnir eru fram í viðtöl fyrir leik og í hléi.
Þegar við nafni verðum búnir að stofna stuðningsmannaklúbb smærri liða, þá verður breyting á. Hin fáránlega mismunum sem fram kemur í því að sjónvarpsstöðvarnar dilli stöðugt stóru liðunum verður upprætt með öllu. Krafan er skýr: jafnmarga leiki í beinni útsendingu með hverju liði í ensku deildarkeppninni! Fyrir hvern leik sem sýndur verður með Arsenal á Highbury, verður Sýn að sjónvarpa leik með Norwich á Carrow Road. Fyrir hvert innslag með viðtali við Beckham, verður Stöð 2 að ræða við fyrirliða Swindon, Colchester og Barnet. – Þetta er réttlætismál!
Undirtektirnar eru vægast sagt frábærar nú þegar. Bryndís hefur gengið til liðs við klúbbinn – sem er sérstaklega jákvætt því það sýnir að konurnar standa með okkur, öfugt við hina súru karlaklúbbanna. Björgvin Ingi, bloggforkólfur, höfuðsnillingur og ritstjóri Sheff. Wed.-vefsins er líka búinn að skrá sig. – Við erum að tala um fjöldahreyfingu. Félagar okkar verða ekki taldir í tugum, ekki í hundruðum heldur í ÞÚSUNDUM. (Spurning um að fá Jakob Frímann til að sjá um framkvæmdastjórnina á þessu batteríi…)
* * *
Hlutirnir eru líka að gerast í Edinborg. Þar kviknaði í á Cowgate og geysilegt tjón hefur orðið á mannvirkjum. Það var mínútugangur niður á Cowgate frá skólanum mínum og fjögurra mínútna rösklegt labb heiman frá mér. Þetta er ævagamalt borgarhverfi með mjög gömlum steinhúsum. Mörgum þeirra hefur verið breytt í næturklúbba og bari, en á efri hæðunum eru oft stúdentaíbúðir. Vonandi hafa glæsilegustu háskólabyggingarnar á þessu svæði ekki skemmst. Þá væri hörmulegt er eldurinn bærist í knæpuna mína, The Royal Oak. Það er besti bar í heimi.
* * *
Hlutirnir eru hins vegar ekki að gerast hjá Luton. Stórskellur í bikarnum, reyndar gegn Wigan sem er langbesta lið deildarinnar. Iss, hver vill svo sem vinna í bikarkeppnininni? Það er nú meiri lúðakeppnin. VIð einbeitum okkur þá bara að því að komast í umspil!
* * *
Og í Norðvesturkjördæminu eru hlutnir svo sannarlega að gerast! írni Steinar í 2. sætið. Alveg er það með hreinum ólíkindum hversu vel tókst að halda þessari fléttu leyndri. – Ekkert lak í fjölmiðla!
Ég held að það sé engin ofrausn að ætla að VG taki tvö sæti í þessu kjördæmi, bæði kjördæmakjörin! Til þess þyrfti 17-18%. Jón Bjarnason og írni Steinar munu svínvirka á þessu svæði. Samt er fyndið að sjá hvernig VG og Samfó ætla að skipta þessu á milli sín. 3 af 5 efstu mönnum hjá krötunum í kjördæminu eru Skagamenn – enginn af 5 efstu hjá VG. Hér eru fylkingarnar greinilega búnar að skilgreina sín svæði…