Nýja félagið er komið með

Nýja félagið er komið með einn í­ útví­kkun

Það er með hreinum ólí­kindum hversu góðar undirtektir hugmyndin um stofnun sjálfstyrkingarhóps stuðningsmanna minni knattspyrnufélaga hefur fengið. Nú hefur verið stofnað nýtt netfang fyrir áhugasama að skrá sig: minnimattar@hotmail.com – verið með frá byrjun!

En hvað á barnið að heita? – Þegar hefur verið leitað til Örnefnastofnunnar vegna þessa máls. Tillögur hennar ganga út á það að leita í­ Biblí­una, nánar tiltekið í­ söguna um Daví­ð og Golí­at. Við stuðningsfólk litlu liðanna hljótum að samsama okkur með Daví­ð sem lagði risann. Þess vegna er vinnuheiti félagsins Daví­ð – SSSK (Samtök stuðningsmanna smærri knattspyrnufélaga).

íhugafólk um málefnið er hvatt til að senda póst, ýmist til að skrá sig, tjá sig um nafngiftina eða koma með tillögur að skipulagningu stofnfundar…