Stefán klæmist við börnin Úff,

Stefán klæmist við börnin

Úff, þá er fyrri heimsókn 10. bekkinga úr Húsaskóla lokið. Hressir krakkar. Engin sýnilega brjáluð börn, strákarnir til friðs og stelpurnar ekki að deyja úr gelgjuskap.

Það eru samt ákveðin vandamál sem fylgja heimsóknum sem þessum, einkum er varðar tilraunirnar sem ég læt grí­slingana gera meðan á fyrirlestrinum stendur. Þau tengjast einkum því­ er varðar plús- og mí­nus-hleðslur.

Til að sýna fram á aðdráttar- og fráhrindikrafta milli rafeinda og róteinda fæ ég krakka til að nudda trefjaplaststöng með ullarvettlingi annars vegar en plexi-glerþynnu með baðmullarklúti hins vegar. Stöngina og þynnuna leggja þau svo á plastbakka sem í­ eru frauðplastkúlur, sem dragast að þynnunni en stökkva frá stönginni. – Sem sagt: bráðsnjallt.

Athyglisvert er að þegar ég læt 10 ára krakka framkvæma þessa tilraun, þá gerist það oft að engum stekkur bros og hægt er að framkvæma tilraunina án þess að út brjótist háreysti.

Þegar börnin eru orðin 11 ára, þá skal það ekki bregðast að 2-3 strákar fara að glotta og útskýra djókinn fyrir bekkjarfélögum sí­num, sem flest fara að flissa og óheppni „sjálfboðaliðinn“ stokkroðnar og fer hjá sér.

Hjá 12 ára grí­slingunum þarf enginn að útskýra neitt. Almenn gamansemi brýst út og ég fæ ekki við mikið ráðið annað en að hasta á hópinn og passa að velja ekki feimnar smástelpur eða stráka sem virðast eiga undir högg að sækja.

Þegar hóparnir af unglingastiginu koma, þá brjótast hreinlega út skrí­lslæti. Reynið bara að sannfæra 15 ára krakka um að það sé ekki sprenghlægilegt að sjá Dodda, Villa eða Stí­nu rúnkast með vettlingi á plaststöng fyrir framan bekkinn! Það er lí­fsins ómögulegt! – Þess vegna liggur beint við að tileinka sér hugarfarið: If you can´t beat ´em… Ég passa mig þá á að velja einhvern sem virðist vera „vinsæli strákurinn“ eða töffarinn í­ hópnum, set hann á stöngina og tek góðan tí­ma í­ þetta. Ó, ef ég fengi tí­kall fyrir hvert það skipti sem einhver húmoristinn í­ hópnum gólar eitthvað frumlegt og smellið á borð við: „Hey, ertu ekki í­ góðri æfingu“ – „Hugsaðu bara um Britney á meðan…“

Ekki skil ég hvers vegna fólk heldur að það sé erfitt að kenna unglingum eðlisfræði. Þetta snýst bara um að tengja viðfangsefnið á einhvern hátt við kynlí­f…