Besti bloggarinn hjá Gísla Marteini

Besti bloggarinn hjá Gí­sla Marteini

Jæja, þá er eins gott að fara að setja sig í­ stellingar og kaupa popp og kók fyrir næsta þátt hjá Gí­sla Marteini. Besti og frægasti bloggari landsins verður nefnilega í­ viðtali ásamt Illuga Jökulssyni og Jónsa úr Svörtum fötum. (Já, ég veit. Frekar skringileg samsetning.)

Þvert á það sem margir halda, er þátturinn hans Gí­sla ekki í­ beinni útsendingu. Hann var tekinn upp í­ gær og klipptur nú í­ morgun. Ein af ástæðunum fyrir þessu er þetta átak heyrnleysingjafélagsins og Menntamálaráðherra að reyna að texta sem allra mest sjónvarpsefni. Greyin á Sjónvarpinu þurfa nú að skrifa upp alla umræðuþætti til að hægt sé að textasetja þetta. Ég bað Gí­sla um að senda mér scriptið af þættinum og hann tók vel í­ það. Tökum smá forskot á sæluna:

Gí­sli Marteinn: Já, þakka ykkur kærlega fyrir Á svörtum fötum. Og við hvetjum að sjálfögðu alla aðdáendur hljómsveitarinnar til að skoða þessa nýju og bráðskemmtilegu heimasí­ðu – www.isvortumfotum.is. En næsti viðmælandi minn ætti svo sannarlega að vita allt um það sem er að gerast á netinu, því­ hann er enginn annar en besti og frægasti bloggari landsins – Stefán Pálsson. Vertu blessaður Stefán.

Ég: Já, takk fyrir.

Gí­sli Marteinn: Já, blogg. Það er svo sannarlega nýjasta æðið í­ dag. Hvernig er það Illugi, hefur þú eitthvað kynnt þér þetta blogg?

Illugi: Jú, maður hefur svona aðeins verið að skoða þetta. Ég les nú sí­ðuna hjá Stefáni, en annars verður maður bara svo ringlaður – þetta eru allt svo skringileg nöfn á þessum bloggurum. Það er einhver Ormur þarna og svo er einn Köttur og ein Læða…

Gí­sli Marteinn: Hí­hí­hí­… ha, er bara allt dýrarí­kið samankomið? Ha? Hestur og hundur? Hahahaha!

Illugi: Já ætli það ekki bara…

Gí­sli Marteinn: Hahaha… og kýr og gæsir? Hahaha… Stefán, er þetta bara einhver dýraspí­tali? Þarf maður að vera eins og Dagfinnur?

Ég: Ha, Dagfinnur?

Gí­sli Marteinn: Já, sko – Dagfinnur dýralæknir. – Að tala dýramál sko! Hahaha…

Ég: Uhh,… neinei.

Gí­sli Marteinn: En svona að öllu gamni slepptu, þá ert þú Stefán besti og frægasti bloggari Íslands.

Ég: Já, það er rétt.

Gí­sli Marteinn: Og sem slí­kur ertu í­ raun leiðtogi í­slenska bloggarasamfélagsins, ekki satt?

Ég: Já, það er hárrétt. – Ætli það megi ekki kalla mig ókrýndan konung bloggsenunnar hér á landi…

Gí­sli Marteinn: En nú ert þú að fara að taka þér frí­ frá blogginu?

Ég: Mikið rétt. Ég er að taka mér a.m.k. 10-12 daga hví­ld frá bloggi.

Gí­sli Marteinn: Þetta verður aðdáendum þí­num eflaust mikil vonbrigði. Verða í­slenskir bloggarar ekki höfuðlaus her meðan á þessu stendur?

Ég: Nei, það held ég nú ekki. Við sem í­ þessu stöndum höfum lengi vitað að til þessa gæti komið – að ég gæti þurft að taka mér frí­ um lengri eða skemmri tí­ma og þess vegna var búið að gera ráðstafanir. Ég hef útnefnt næstbesta bloggara landsins, sem getur gegnt helstu „embættisskyldum“. – Ég lí­t fremur á þetta sem tækifæri fyrir minna þekkta bloggara að sýna sig og sanna. Mí­n stefna hefur alltaf verið sú að gefa nýliðunum tækifæri, en sitja ekki einn að allri athyglinni. Auðvitað lendir maður svo oft í­ því­ að þurfa einn að halda merkinu á lofti en það er alls ekki markmiðið. Alls ekki.

Gí­sli Marteinn: En er eitthvað til í­ þeim sögum að þetta óvænta og skyndilega bloggfrí­ þitt sé í­ tengslum við nýleg átök og hneykslismál í­ bloggheimum?

Ég: Hvað ertu að gefa í­ skyn með því­? Talaðu ekki eins og véfrétt maður!

Gí­sli Marteinn: Tja, nú hafa þung skot gengið á milli sumra bloggara. Ertu kannski hræddur um að Beta buff fari að dreifa um þig óhróðri? Eða að gaurarnir á Tilverunni birti myndir af þér berrössuðum eða það sem verra er?

Ég: Þessar sögur hef ég því­ miður ekki heyrt. En ég get fuyllvissað þig, Gí­sli Marteinn – og raunar alla sjónvarpsáhorfendur lí­ka – um að þær eru ósannar. Ég hef ekkert að fela og jafnvel þótt svo væri, þá myndi ég aldrei – ALDREI – láta kúga mig til að hætta að blogga. Því­ ef hælbí­tarnir og hýenurnar kæmust upp með að þagga niður í­ mér, þá má Óðinn vita hver yrði næstur. Ef við látum hræða okkur til hlýðni, þá hefur frelsið tapað og hryðjuverkamennirnir unnið.

Gí­sli Marteinn: Þetta var hraustlega mælt eins og þí­n var von og ví­sa Stefán. Ég vissi alltaf að þú myndir ná langt, allt frá því­ að ég keppti í­ ræðukeppninni við þig í­ gamla daga ásamt spilaklúbbsfélögum mí­num…

Ég: Bí­ddu þarna,… Sveini Kára og Rúnari Þór?

Gí­sli Marteinn: Uhh… Sigga Kára og Rúnari Frey…

Ég: What ever…

Gí­sli Marteinn: Öööö… eigum við þá ekki bara að fá annað lag með Svörtum fötum?

Jamm.