Fótboltablogg Þessi bloggfærsla er bara um fótbolta. Ekkert annað. Þeir sem vilja fræðast um líf mitt geta lesið það sem ég er að skrifa á aðrar vefsíður (Múrinn og Friðinn) eða hringt í mig. – Raunar væri samt betra að þið slepptuð því að hringja, ég er frekar önnum kafinn um þessar mundir. Nema hvað: …
Monthly Archives: janúar 2003
Pínlegt Hver er martröð grunnskólanemans?
Pínlegt Hver er martröð grunnskólanemans? Að kalla kennarann sinn óvart „mömmu“. Ég held að börnin myndu fremur vilja mæta nakin í skólann en að láta það henda sig. Á heimsókninni í morgun kallaði einn grísinn skólaliðann sem kom með hópnum „mömmu“. Sem betur fer hans vegna heyrðu þetta fáir, en mikið óskaplega fannst þeim það …
Continue reading „Pínlegt Hver er martröð grunnskólanemans?“
Geisp! Á svona dumbungslegum mánudögum
Geisp! Á svona dumbungslegum mánudögum óskar maður þess næstum því að fari að snjóa, þó ekki væri nema til að birta yfir öllu. Á sama hátt er ég farinn af fá stöðugt meiri efasemdir um dökkbláa litinn sem er á öllum veggjum í svefnherberginu (sem var áður herbergið hennar Bryndísar). Nú er blár samkvæmt skilgreiningu …
Eru drullupollar tæknikerfi? Byrjaði daginn
Eru drullupollar tæknikerfi? Byrjaði daginn með hugflæðis-fundi við eldhúsborðið hjá Skúla Sigurðssyni áður en ég fór í vinnuna. Nú eru um það bil tíu dagar í að við flytjum saman erindið í Norræna húsinu og ekki laust við að glímuskjálftinn sé farinn að láta finna fyrir sér. Efni fyrirlestursins er borgarsaga í ljósi tæknisögunnar. Þar …
Continue reading „Eru drullupollar tæknikerfi? Byrjaði daginn“
Fólk dagsins Klúðraði því að
Fólk dagsins Klúðraði því að blogga í gær. Hafði hugsað mér að nota matartímann í það, en lenti á hádegisfundi í Norræna húsinu á vegum Sagnfræðingafélagsins. Eftir hálfan mánuð eigum við Skúli Sigurðsson að tala þar. Það verður eflaust fróðlegt. Nema hvað – dembum okkur þá í að velja fólk dagsins: Slúbbert dagsins: Jakob Bjarnar …
Helgarskýrslan Viðburðarík helgi að baki.
Helgarskýrslan Viðburðarík helgi að baki. Raunar ein af þeim sem maður kemur þreyttari út úr en inn í. Hasarinn byrjaði á föstudagskvöld með Norðfirðingaballi á Hótel Íslandi. Þetta er árviss söngskemmtun þar sem Norðfirðingar setja upp söngprógram fyrir austan og flytja svo suður. Þangað flykkjast brottfluttir Norðfirðingar og hálfur bærinn fylgir með söngvurunum. Á fyrra …
Continue reading „Helgarskýrslan Viðburðarík helgi að baki.“
Loksins viðurkenning! Aldrei hef ég
Loksins viðurkenning! Aldrei hef ég nú verið duglegur við að halda upp á viðurkenningarskjöl af ýmsu tagi sem mér hafa áskotnast á lífsleiðinni. Á sínum tíma hrúgaðist þetta upp hjá manni, enda virðist grunnskólinn allur ganga út á svona tildur: viðurkenning fyrir að eiga reiðhjól með réttum öryggisbúnaði, viðurkenning fyrir að vera 9 ára gamall …
Hverjar eru líkurnar… Eins og
Hverjar eru líkurnar… Eins og allir vita sem horfa á bandarískar bíómyndir eða sjónvarpsþætti eru bara 10.000 símanúmer í Bandaríkjunum, því ef marka má Hollywood byrja ÖLL símanúmer á 555-. Það þýðir að ekki eru eftir nema 10.000 valmöguleikar, frá 555-0000 upp í 555-9999. Á Íslandi eru hins vegar miklu fleiri númer í pottinum, enda …
Blogghugmynd fyrir sagnfræðitöffara Helvíti datt
Blogghugmynd fyrir sagnfræðitöffara Helvíti datt ég niður á flotta bloggsíðu um daginn. Einhver snillingurinn hefur tekið sig til og stofnað síðu með dagbókarfærslum Samuels Pepys. Þessar dagbækur eru frægar 17. aldar heimildir og hafa verið blóðmjólkaðar af sagnfræðingum, enda kom Pepys víða við í frábærum mannífslýsingum. Inn á þessa síðu hefur svo útgefandinn sett tengla …
Continue reading „Blogghugmynd fyrir sagnfræðitöffara Helvíti datt“
Feginleiki Úff, óskaplega er mér
Feginleiki Úff, óskaplega er mér létt að störfum uppstillingarnefndarinnar sé lokið og að afurðin skuli lögð fyrir félagsfund VG í Reykjavík í kvöld. Ég held að þetta séu bara fínir framboðslistar, sem tryggja munu prýðilega útkomu í höfuðstaðnum í vor. Með þessum fundi get ég hætt að hugsa um flokkapólitík a.m.k. næstu vikurnar. Það er …