Hafa mennirnir starfsleyfi…? Sko! Ef

Hafa mennirnir starfsleyfi…?

Sko! Ef ég myndi stofna réttingaverkstæði á Mánagötunni og færi út á sunnudagsmorgnum með hamar og byrjaði að berja til stuðara þannig að undir tæki í­ hverfinu, þá yrði ég örugglega tekinn, skrifaður upp og settur í­ steininn. Ég myndi ekki fá starfsleyfi og þyrfti að flytja mig í­ Gnoðarvoginn eða eitthvað álí­ka. Þannig eru reglurnar. – Kerfið dí­lar við hávaðaseggina!

Hvernig stendur þá á því­ að kerfið bregst mér þegar á hverjum sunnudagsmorgni berst ærandi hávaði inn í­ svefnherbergi þegar Jesútrúarliðið hringir einhverjum geysistórum bjöllum sem gera hvern mann vitlausan eða vitlausari. – Urg!

Kirkjuklukkur eru fáránlegt fyrirbæri og má færa fyrir því­ ýmis rök. Á fyrsta lagi er ekki eins og sérstök ástæða sé til að vekja athygli á því­ að messurnar séu að byrja, þar sem þær eru alltaf á sama tí­ma. Þetta er eins og 10-bí­ó, sem maður getur gengið út frá sem ví­su og þarf ekki að aðvara fólk sérstaklega um. Á öðru lagi eru svo fáir sem mæta í­ sunnudagsmessu að það væri alveg eins hægt að taka niður sí­manúmerið þeirra og hringja í­ þá hálftí­ma fyrr á hverjum sunnudagsmorgni.

Ætti ég að hafa samband við Heilbrigðiseftilrlitið og láta svipta Hallgrí­mskirkju og Háteigskirkju starfsleyfi? Þarna mætti skipuleggja í­ staðinn veitingahúsarekstur eða aðra í­búasækna starfsemi, en kirkjurnar með öllum sí­num skarkala og djöfulgangi gætu farið í­ atvinnuhverfin, s.s. í­ Sundahöfnina. – Já, ég held að þetta sé bara málið.

* * *

Á gær bárust góðar fregnir sem tengjast kosningunum í­ vor. Það verður bara eftir allt saman assgoti gaman að vinna í­ þessari kosningabaráttu, en það verður ekki lí­til vinna!