Feginleiki Úff, óskaplega er mér

Feginleiki

Úff, óskaplega er mér létt að störfum uppstillingarnefndarinnar sé lokið og að afurðin skuli lögð fyrir félagsfund VG í­ Reykjaví­k í­ kvöld. Ég held að þetta séu bara fí­nir framboðslistar, sem tryggja munu prýðilega útkomu í­ höfuðstaðnum í­ vor. Með þessum fundi get ég hætt að hugsa um flokkapólití­k a.m.k. næstu vikurnar. Það er ekki lí­till léttir.

Ekki að það sé neinn hörgull á verkefnum. T.d. þarf að gera eitthvað til að mótmæla strí­ðinu sem brjálæðingarnir í­ NATO ætla að hefja í­ írak. Það eru raunar fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir á laugardaginn kemur, eins og lesa má um hér, en það þarf að gera svo miklu, miklu meira.

Á gær átti ég reyndar að tala um írak hjá Agli Helgasyni og sleppti til þess fótboltatí­manum úti á Nesi (sem er afleitt). Egill malaði hins vegar og malaði við viðmælendur dauðans um einhver tóm leiðindi þannig að hann varð að blása íraks-umræðuna af. Það var hálfhvimleitt fyrir mig og Hafstein Þór Hauksson sem fórum þarna erindisleysu – en það fáránlegasta var að Magnús Þorkell Bernharðsson kæmist ekki að, en hann fer innan tí­ðar úr landi. – Hvort skyldu áhorfendur Egils Helgasonar fremur hafa viljað sjá Magnús, sem öfugt við flesta þá sem koma fram í­ þættinum veit í­ raun og veru eitthvað um það sem hann er að segja – eða Birgi Guðmundsson fabúlera um innanflokksmál í­ stjórnmálaflokkum sem hann þekkir ekkert til í­. Egill veðjaði á sí­ðari kostinn. – Ég er hins vegar alltof lí­fsglaður til að láta þetta fara í­ taugarnar á mér.

* * *

Spurningakeppnin tekur lí­ka sinn tí­ma um þessar mundir. Það er nú ekki hægt annað en að fylgjast vel með henni úr því­ að Svenni Guðmars (sem er í­ blogghví­ld) er að sjá um hana. Fyrstu keppnirnar voru á föstudagskvöldið og tókust bara vel. Akureyringar og Verslingar eru með fí­n lið og írmúlaliðið stóð sig ágætlega. Það hlýtur að vera blóðugt fyrir Borgarholtsskóla að falla út í­ fyrstu umferð – en svona er útsláttarkeppnin.

Annað kvöld, þriðjudag, keppa svo skólar sem ekki hafa alveg jafn glæsta sögu í­ keppninni og lið föstudagsins, með nokkrum undantekningum þó. Fyrst keppa Fjölbraut Norðurlands-vestra og Fjölbraut Suðurlandi. Sauðkrækingar hafa 2–3 farið í­ fjórðungsúrslit en Sunnlendingar hafa einu sinni unnið keppnina og svo náð í­ undanúrslit einu sinni. Suðurnes og Iðnskólinn keppa í­ viðureign númer tvö. Suðurnes hafa einu sinni komist í­ fjórðungsúrslit, það var 1990 þar sem Nikulás Ægisson var í­ liðinu og FS var lí­klega 4-5 besta liðið. Iðnskólinn hefur aldrei komist í­ sjónvarp. Raunar er ég ekki viss um að Iðnskólinn hafi unnið viðureign, en það er þá að þeim mun meiru að keppa fyrir þá. Loks keppa Flensborg og Austur-Skaftafellssýsla. Flensarar hafa nokkra úrslitaleiki á bakinu og langa hefð, en Höfn í­ Hornafirði var spútniklið um miðjan tí­unda áratuginn og fóru alla leið í­ undanúrslit 1995.

Annars var það sláandi á föstudaginn að í­ keppnunum þremur var aðeins ein stelpa meðal 18 keppenda – og hennar lið féll úr keppni. Þarf ekki að finna leið til að fjölga stelpum í­ stétt nörda?

* * *

Var ég búinn að taka fram hversu kátur ég sé að vera búinn að stilla upp? – Jú, lí­klega…