Helgarskýrslan Viðburðarík helgi að baki.

Helgarskýrslan

Viðburðarí­k helgi að baki. Raunar ein af þeim sem maður kemur þreyttari út úr en inn í­.

Hasarinn byrjaði á föstudagskvöld með Norðfirðingaballi á Hótel Íslandi. Þetta er árviss söngskemmtun þar sem Norðfirðingar setja upp söngprógram fyrir austan og flytja svo suður. Þangað flykkjast brottfluttir Norðfirðingar og hálfur bærinn fylgir með söngvurunum. Á fyrra var þema skemmtunarinnar: Júróvisí­onlög. Það var gaman. – Á ár var þemað: sólstrandarlög. Það var ekki alveg jafn gaman.

Gallinn við að mæta á svona dagskrá sem aðkomumaður er að fyrir mér eru söngvararnir og tónlistarmennirnir einmitt það – söngvarar og tónlistarmenn, og ekki allir burðugir sem slí­kir. Fyrir Norðfirðinga eru allir þátttakendurnir fyrst og fremst vinir og kunningjar – Gúndi á traktornum; Bibba dóttir hans Gúnda í­ sjoppunni og Halli exi. Fyrir mig var upplifunin meira í­ átt við að horfa á ókunnugt fólk í­ karókí­. – En ballið var fí­nt að öðru leyti. Hitti bönsj af fólki, þar á meðal Sonju úr kjallaranum – söngkonu 5tu herdeildarinnar. Sonja er úr Borgarfirðinum og við höfðum því­ margt að ræða um Lionessuklúbbinn Öglu. (Útskýri þetta betur við tækifæri…)

* * *

Þótt við skriðum ekki heim af Norðfirðingaballinu fyrr en kl. hálf fjögur þá var engin miskunn hjá Magnúsi, því­ við þurftum að rí­fa okkur á lappir fyrir tí­u. (Sem var aðeins meira en Steinunn var að höndla í­ þynnkunni.) Við vorum nefnilega búin að stefna nokkrum vinum og vandamönnum í­ morgun-/hádegiskaffi á Mánagötu. Tilangurinn var sá að hita upp fyrir mótmælin á Lækjartorgi seinni partinn.

Mótmælin tókust frábærlega. Ég greip með friðarspjaldið hennar Steinunnar sem geymt er í­ stofunni svo grí­pa megi til þess ef þarf að mótmæla með skömmum fyrirvara. Það var hellingur af fólki á Torginu þrátt fyrir skí­takulda. Mogginn sagði 1.500 manns og ég er ekki fjarri því­ að það sé rétt hjá þeim. Fjölmennt var þetta í­ það minnsta og vonandi bara byrjunin á áframhaldandi aðgerðum gegn strí­ðsgeðveiki Bandarí­kjanna og NATO varðandi írak.

* * *

Á laugardagskvöldið var horft á Bí­ódaga á Skjá einum. Mikið rosalega er það vond mynd. Ég hef sjaldan orðið jafn pirraður yfir í­slenskri kvikmynd. Það er með ólí­kindum hvað Friðrik Þór er mistækur. Nú eru Skytturnar besta í­slenska mynd sem gerð hefur verið og Börn náttúrunar voru lí­ka fí­n. Þessi mynd var hins vegar ömurleg og svo er mér sagt að Fálkar séu afleitir lí­ka. – Skrí­tið!

Eftir Bí­ódagana lá leiðin til Kolbeins Proppé. Hann er orðinn þingframbjóðandi í­ Suðurkjördæmi og því­ þurfti að diskútera margt. Ekki varð þó mikið úr plottum, enda fór megnið af tí­manum í­ að reyna að svindla í­ SMS-vali Popptí­ví­s á lögum. – Svo þegar okkur tókst loksins að tryggja okkar lagi brautargengi, þá spiluðu sví­ðingarnir það hljóðlaust. – TURK 182!

* * *

Sunnudagurinn fór letilega af stað. Fótbolti á Nesinu, sem Svenni mun vonandi blogga um fljótlega. Sí­ðan settumst við Svenni niður á safninu til skrafs og ráðagerða. Nokkrir gestir komu í­ heimsókn, þar á meðal Sæmundur sem var burðarás í­ öflugu Borgarholtsskólaliði í­ Gettu betur um árið. Hann mætti ásamt föður sí­num og bróður til að kynna sér raforkusöguna. Að sjálfögðu duttum við niður í­ Gettu betur-nördaskap. – Meðan á heimsókn þeirra stóð lá við stórslysi, en það fór sem betur fer vel.

* * *

Kvöldmatur hjá gömlu í­ Frostaskjólinu. íkváðum eftir matinn að skella okkur á bí­ó og taka pabba með. Þá er maður loksins búinn að sjá Hringadróttinssögu. Ég held með Gollum. Vonandi vinnur hann, hinir mega allir drepastmí­n vegna.

Jamm.