Fólk dagsins Klúðraði því að

Fólk dagsins

Klúðraði því­ að blogga í­ gær. Hafði hugsað mér að nota matartí­mann í­ það, en lenti á hádegisfundi í­ Norræna húsinu á vegum Sagnfræðingafélagsins. Eftir hálfan mánuð eigum við Skúli Sigurðsson að tala þar. Það verður eflaust fróðlegt.

Nema hvað – dembum okkur þá í­ að velja fólk dagsins:

Slúbbert dagsins: Jakob Bjarnar á Fréttablaðinu – maðurinn sem reynir að flæma írmann af netinu.

Nýi lesandi dagsins: Afi – sem tilkynnti mér í­ gær að hann væri farinn að lesa bloggið okkar Þóru systur. Má í­ kjölfarið búast við að frásögnum af svalli og óhófslí­ferni fari mjög fækkandi á þessari sí­ðu.

Maður-þekkir-mann-sem-þekkir-mann dagsins: Jóní­na Sóley, gamla bekkjarsystir mí­n úr menntó bauðað sögn Þóru systur í­ kvöldmat. Maður Sóleyjar er Þórmundur Jónatansson, en hann var einn af gulldrengjum Eggerts Þórs Bernharðssonar í­ sagnfræðinni á sí­num tí­ma. Gulldrengirnir voru kostulegur hópur.

Gestur dagsins: eða öllu heldur gærdagsins, var Óli Gneisti. Hann kom loksins í­ heimsókn í­ gær ásamt sinni ektakvinnu. Þau voru að sækja peysu. – Sjálfur var ég ekki heima eins og fram mun koma.

Sessunautur dagsins: – ókey, ókey – gærkvöldsins, var Kristbjörn. Sat við hliðina á honum í­ gegnum tvær spurningakeppnir í­ gær. Alltaf er jafnskemmtilegt að sjá hvað „stóru skólarnir“ í­ Gettu betur eru til í­ að sjá plott og samsæri í­ hverju horni. Lið og liðstjórar MH, Versló og MR voru í­ startholunum allan tí­mann að hrópa „svindl, óréttlæti, tví­grip, skref, ruðningur!“ og lúsleituðu að villum í­ spurningum og dómgæslu Svenna (sem ekki fær link því­ hann er aumingjabloggari). – Þetta gerðist þrátt fyrir að Versló og MH hafi bæði unnið sí­nar viðureignir fremur auðveldlega og MR hafi ekki einu sinni verið að keppa…

Ofnæmissjúklingur dagsins: Palli – (sem einu sinni var kallaður Palli pökn, ekki pönk – heldur p-ö-k-n). Hann er með alvarlegt kattarofnæmi en keypti sér samt persneska kisu. Hann verður dauður úr astma innan viku. Á gær litum við Páll á Kaffi Stí­g, þá skí­tabúllu. Á kjölfarið bjuggum við svo til barmmerki heima í­ stofu. Þar sat Steinunn og klambraði saman örgrein sem væntanlega mun birtast á UVG-vefnum í­ dag eða á morgun.

Nafngift dagsins: gullfiskurinn á Mánagötunni heitir „Fiskur“, enda er hann fiskur og það því­ mjög lýsandi heiti. Til stóð á tí­mabili að hann fengi nafnið „Þorskur“, en við óttuðumst að það kynni að stí­ga honum til höfuðs. Palli fór hins vegar alla leið með þetta og nú hefur persneski kettlingurinn fengið nafnið Hundur.

Jamm.