Eru drullupollar tæknikerfi? Byrjaði daginn

Eru drullupollar tæknikerfi?

Byrjaði daginn með hugflæðis-fundi við eldhúsborðið hjá Skúla Sigurðssyni áður en ég fór í­ vinnuna. Nú eru um það bil tí­u dagar í­ að við flytjum saman erindið í­ Norræna húsinu og ekki laust við að glí­muskjálftinn sé farinn að láta finna fyrir sér.

Efni fyrirlestursins er borgarsaga í­ ljósi tæknisögunnar. Þar erum við uppteknir af tæknikerfishugtakinu, enda er það frábært greiningartæki og fjölnota. Meðal þess sem við fórum að diskútera í­ morgun voru drullupollar. Drullupollar eru strangt til tekið ekki tæknikerfi, en þeir tengjast ýmsum tæknikerfum. – Sumum er komið á til að vinna gegn drullupollum, en önnur hafa það hlutverk að laga þann skaða sem drullupollar valda.

Þessi drullupollapæling er þeim mun merkilegri þar sem drullupollar eru flestir í­ opinbera rýminu, þ.e. á götum úti og á gangstéttum, en ekki í­ einkarýminu, s.s. inni á heimilim fólks (nema þá kannski inni á einkalóðum, sem telja verður hálfopinbert rými). Drullupollar tengjast því­ samfélagslegri ábyrgð og maður sem dettur oní­ drullupoll er í­ allt annari aðstöðu til að kenna náunganum um blettina á fötunum sí­num en sá sem hellir yfir sig svörtu kaffi.

Það er hins vegar allt önnur stúdí­a að velta fyrir sér þeirri kaldhæðnislegu staðreynd að nú, þegar öflug tæknikerfi (malbikunarvélar o.þ.h.) eru búnar að afstýra mestu hættunni af drullupollum í­ daglega lí­finu, hafa önnur öflug tæknikerfi (þvottavélar og fjöldaframleidd föt) losað okkur undan því­ félagslega taumhaldi sem drullupollarnir veittu okkur áður. Þá hafa samfélagsleg viðmið breyst og þannig dregið tennurnar úr drullupollunum ef svo má að orði komast.

Drullupollar rokka – og það mun fyrirlesturinn annan þriðjudag lí­ka gera!

* * *

Vei, fékk bóndadags SMS á áðan. Það er krúttlegt.

Út frá tæknikerfispælingum okkar SKúla gæti ég skrifað maraþon-nördafærslu um samspil samfélagshefða (þess að minnast bóndadagsins) og nýrra tæknikerfa sem endurskilgreina rýmishugtakið (GSM-sí­mar og SMS-skilaboð) – en ég held að ég sleppi því­. Það myndi bara drepa stemninguna.

Ójá.