Geisp! Á svona dumbungslegum mánudögum

Geisp!

Á svona dumbungslegum mánudögum óskar maður þess næstum því­ að fari að snjóa, þó ekki væri nema til að birta yfir öllu. Á sama hátt er ég farinn af fá stöðugt meiri efasemdir um dökkbláa litinn sem er á öllum veggjum í­ svefnherberginu (sem var áður herbergið hennar Bryndí­sar). Nú er blár samkvæmt skilgreiningu ekkert óyndislegur litur, en í­ janúar og febrúar getur verið helví­ti dimmt og erfitt að skreiðast á lappir.

* * *

Innan tí­ðar koma krakkagrí­slingar á safnið. Þau eru úr 9.bekk, en það sem fyllir mig tortryggni er að þau eru rétt um 13 talsins. Ég er farinn að þekkja nógu vel inn á skólakerfið til að vita að bekkir með 13 krökkum koma ekki til af góðu. Annars hafa eiginlega aldrei verið nein raunveruleg vandamál með krakkahópa hérna. Stöku sinnum reyna einhverjir ólátabelgir að hnupa smádóti – seglum, vasaljósum o.þ.h. Það er miklu nær að kenna fullorðnu fólki um þau skemmdarverk sem hér hafa verið unnin í­ gegnum tí­ðina.

* * *

Eins vond mynd og Bí­ódagar voru, þá verða Skytturnar að teljast besta í­slenska bí­ómyndin. Ætluðum að horfa á hana á laugardaginn, en þá kom Bryndí­s í­ heimsókn ásamt Ollu systur sinni og skosku fótboltabullunni sem er snúinn aftur frá Alsí­r. Skunduðum sí­ðan í­ bæinn til fundar við Kjartan, Sylví­u, Gvend og Sverri Guðmundsson. – Ef marka má blogg þess sí­ðastnefnda virðist ég hafa lofað því­ að efna til stjörnuskoðunar á Minjasafninu á næstunni. Það verður ví­st svo að vera.

* * *

Fótboltinn er í­ góðum gí­r. Framararnir halda áfram að vinna smálið í­ Reykjaví­kurmótinu í­ Egilshöllinni. (Ætti maður kannski að skella sér á einn leik eða svo?)

Luton vann svo glæstan sigur á Wycombe. Erum ennþá í­ 7. sæti, þremur stigum á eftir QPR en með tvo leiki til góða. Það verður blóðug barátta um þetta sjötta sæti sem jafnframt gefur þátttökurétt í­ umspili. Er þetta árið? Er Joe Kinnear mesti snillingur knattspyrnuheimsins um þessar mundir? Heldur Matthew Spring áfram að skora? Mun Emberson í­ markinu kosta okkur ennþá fleiri stig?

Þá stórt er spurt…