Réttarmorð Fór ásamt Ragga Kristins

Réttarmorð

Fór ásamt Ragga Kristins á undanúrslitaleikinn í­ handboltanum milli Fram og HK í­ Digranesinu. HK vann eftir að hafa skorað sigurmark á sí­ðustu mí­nútu í­ 2. framlengingu. Grátur og gní­stran tanna!

Til að núa salti í­ sárin tók Ragnar eftir því­ að Framarar voru rændir sigrinum, en illu heilli tókst honum ekki að ná sambandi við dómarana – ef það hefði tekist væri ég núna að undirbúa úrslitaleik í­ Höllinni eftir tí­u daga.

Þannig var mál með vexti að Framarar höfðu tveggja marka forystu og voru manni fleiri þegar rétt um tvær mí­nútur voru eftir af seinni framlengingunni. Sjötti útileikmaður HK skokkaði inn á völlinn og í­ sóknina. Þá fór Ragnar að telja. „Þeir eru sex – þeir eru sex – þeir eru sex inná!“ – öskraði hann eins og óður maður. Ég hélt að sjálfsögðu að hann væri orðinn galinn og var farinn að svipast um eftir spýtu til að slá hann í­ rot með og drösla svo niður á spí­tala til að fá manninn sprautaðan niður. Eftir smátí­ma tókst honum þó að gera mér skiljanlegt um hvað málið snerist, en þá virðist HK-maðurinn hafa áttað sig og trí­tlað aftur út af vellinum. Dómararnir tóku ekki eftir neinu, Framararnir ekki heldur og ekki kom tí­mavarðarborðinu til hugar að vekja athygli á þessu.

Ef dómararnir hefðu verið jafn snjallir og Raggi, hefði Fram unnið boltann og HK misst annan mann út af. Þá hefði ekki verið að sökum að spyrja. (Rétt er að taka það fram að Ragnar er skringileg blanda af Ví­kingi og Gróttu/KR-ing en heldur alls ekki með Fram.)

En óháð þessu öllu verður bara að viðurkennast að HK-menn léku vel og eru vel að því­ komnir að fara í­ úrslitin. Vonandi vinna þeir helv. Aftureldingu.

* * *

Merkilegir hlutir að gerast í­ krikketinu – eins og lesa má í­ þaula á sí­ðu Óla Njáls. Eru Kanadamenn næstu stjörnur krikketheimsins?

Myndi b-landslið ungra stúlkna frá ístralí­u fara með sigur af hólmi á þessu móti? Lí­klega, ístralirnir eru svoleiðis lang-lang-langbestir.