Frelsi, gleði og hamingja Hóhóhó…

Frelsi, gleði og hamingja

Hóhóhó… það er nú aldeilis ekki amalegt að vakna hress og kátur á mánudagsmorgni og mæta glaðbeittur í­ vinnuna. En hvers vegna er besti og frægasti bloggari landsins í­ svona góðu skapi í­ dag? Tja – fyrir því­ eru ýmsar ástæður:

i) Aðgerðirnar á Ingólfstorgi tókust frábærlega þrátt fyrir skí­taveður. Fullt af fólki mætti og myndirnar í­ sjónvarpinu sýndu hverjum einasta manni fram á hvað löggan lýgur eða kann ekki að telja fjölda fólks á mótmælafundum. Það er gott að þessi törn sé afstaðin, en næst er bara að skipuleggja stóran fund – helst innandyra innan fárra vikna.

ii) Fékk í­ morgun greitt inn á reikninginn minn fyrir aukaverkefni sem ég hef verið að snattast í­. Það er mikið gott því­ þar með gat ég gert upp við félaga Óla Jó.´Þar með á ég loksins bí­linn skuldlausan og hefur „Neisti nýrrar aldar“ – eins og Nissaninn minn heitir í­ daglegu tali – aldrei litið betur út.

iii) Spurningakeppnin hans Svenna tókst helví­ti vel á fimmtudaginn. Keppnin var svo sem ekki mjög spennandi, en aðalatriðið var að engin mistök voru gerð í­ spurningunum, þær voru skemmtilega og sanngjarnar. Þegar Logi verður búinn að æfa sig betur í­ lestrinum verður þetta skotheld keppni. Get varla beðið eftir stórveldaslagnum á fimmtudaginn kemur – MH gegn Versló. Þetta verður magnað!

iv) Við Steinunn lögðum rækt við menninguna í­ gærkvöld. Fórum á Sölumaður deyr í­ Borgarleikhúsinu. Alltaf gaman í­ leikhúsi, þó maður fari svona sjaldan. Mér fannst ég þekkja annan hvern mann á svæðinu. Erum að spá í­ að láta ekki aftur lí­ða hálft ár milli leiksýninga. Langar dálí­tið að sjá stykkið á Nýja sviðinu – Maðurinn sem hélt að konan sí­n væri hattur.

v) Luton vann um helgina, Bristol City tapaði. Baráttan í­ 2. deildinni er orðin alveg ótrúleg! Ef við vinnum heimaleikinn gegn Brentford næst verðum við í­ góðum málum!

vi) Gömlu komu í­ gær frá Kaupmannahöfn. Þar hafa þau væntanlega verið að spilla litlu systur með eftirlæti. Ekki það að ég geti sagt mikið, sjálfur naut ég ákaflega góðs af heimsóknum þeirra þegar ég var sjálfur úti í­ námi. Ef marka má SMS-in frá mömmu tóku þau þátt í­ geysifjölmennum mótmælum í­ Kaupmannahöfn. Bí­ð eftir skýrslu.

vii) Jafntefli hjá Fram gegn Aftureldingu í­ Mosfellsbæ. Er það vonbrigði? Tja, það er svo sem alltaf erfitt að vinna þarna uppfrá. Ef marka má Moggann lamdi einn Framarinn Mosfelling í­ hakkeböff á lokasekúndunum. Hmmm… ekki hljómar það drengilega. Minnir helst á það þegar helví­tis Aftureldingarmennirnir höfðu af okkur úrslitaleikinn í­ Íslandsmótinu um árið með því­ að steinrota Daða Hafþórsson. – Nei, ég er ekki enn búinn að fyrirgefa.

viii) Fótbolti í­ kvöld – í­ Egilshöll. Þangað skal mætt, þrátt fyrir hráka og sóttkveikjur sem ku tröllrí­ða þarna upp frá. Við Steinsi frændi þurfum svo bara að hringja okkur saman um það hvor okkar nær í­ afa. Hann hefur gaman af því­ að sjá Safamýrarstórveldið kjöldraga Fylki.

Jamm.