Kaupæði og handlagni safnvörðurinn Jæja,

Kaupæði og handlagni safnvörðurinn

Jæja, þá er maður rétt að komast yfir að mánaðarmótin séu skollin á – og þá á ég við hin raunverulegu mánaðarmót þegar nýtt greiðslutí­mabil gengur í­ garð – ekki hin þegar byrjað er að telja frá fyrsta. Að þessu tilefni rennur alltaf á mig kaupæði þann 18da sem varir í­ 4-5 daga. Þannig skellti ég mér í­ rí­kið og hamstraði hvers kyns bús, þ.á.m. viskýflösku sem vonandi verður ekki drukkin á 1-2 kvöldum.

Á Lygasneplinum í­ morgun sá ég lí­ka að stóri bókamarkaðurinn byrjar í­ dag. Að þessu sinni verður hann í­ Smáralind. Ég hef ekki keypt bækur lengi. (Ok, reyndar hef ég keypt fjórar bækur á sí­ðustu tí­u dögum en það var allt í­ gegnum netið – það telst varla með!) – Á þetta mál verður sem sagt gengið…

Á tengslum við allar þessar Visa-pælingar fór ég að renna í­ gegnum gömul yfirlitsblöð. Hvernig í­ andskotanum stendur á því­ að ef greitt er með korti í­ Quizno´s á Suðurlandsbrautinni, kemur það fram sem erlend úttekt? Ég er ekki alveg að skilja. Getur verið að Quizno´s sé flaggskip erlendra svikahrappa? Peningaþvætti af verstu tegund? Spyr sá sem ekki veit.

* * *

Annars er ég búinn að vera ótrúlega handlaginn í­ vinnunni undanfarna daga. Við Óli Guðmunds erum búnir að vera að mála kennslusalinn í­ leikskólalitum: rauðum, gulum, grænum og bláum. – Minnst samt af rauðum því­ kennslusálfræðin segir að börnin tjúnist upp við þann lit. Nóg er nú samt!

* * *

Að lokum – ráðgáta dagsins: hvers vegna í­ ósköpunum bragðast þrí­hyrndar samlokur betur en ferhyrndar?