Elgur
Núna er ég þunnur eins og elgur. – ístæðan? Jú, útskriftarveisla hjá Önnu frænku í gær og eftirpartý hjá þeim gömlu. Úff, hvað mér líður illa.
Nú kynni einhver að spyrja – verða elgir oft þunnir? Nei, raunar ekki – en þegar þeir verða það, þá er það líka eftirminnileg þynnka.
Ég hef drukkið tvo bjóra sem vísa í elgi. Annars vegar kanadíska bjórinn Moosehead, sem hægt er að kaupa á Kaffi stíg (sem einhverra hluta vegna selur ýmsa kanadíska bjóra.) Hins vegar hef ég bragðað sænska bjórinn Elk. Forsaga málsins var sú að einhverju sinni fékk Félag sagnfræðinema norrænan styrk til að senda hóp fólks til Helsinki að leggja drög að finnsk-íslenskri sagnfræðinemaráðstefnu. Ég var í sendinefndinni, sem og Kjartan írnason, snillingur og arkitektúrnemi.
Á leiðinni til Helsinki var millilent á Arlanda. Það er hugsanlega leiðinlegsti flugvöllur í heimi, enda í Svíþjóð. Þar var þó fríhöfn sem seldi volgan bjór, einkum Pripps. Á leiðindum okkar römbuðum við Kjartan inn í fríhöfnina. Ekki langaði okkur í volgan Pripps, en hins vegar vakti Elk-bjórinn athygli okkar. Hann var í svartri dós, sem á var umferðarskilti með mynd af elg. Þennan bjór urðum við augljóslega að skoða betur.
Á ljós kom að Elk var gjörsamlega ódrekkandi helvíti. Komumst við Kjartan að þeirri niðurstöðu að líklega væri innihaldið ekki ætlað til drykkjar, heldur væri tilgangur Elk-áldósanna að henda þeim í hausinn á elgum við veiðar. Óðinn má vita hversu þunnur maður (eða elgur) yrði af því að drekka kippu af Elk.
* * *
Enska knattspyrnuliðið Watford er með elg í merki sínu. Það þykir skrítið, enda engir elgir verið á Bretlandseyjum í háa herrans tíð. Watford er einmitt erkióvinalið Luton, sem er að skíta á sig í baráttunni um að komast í umspil. Það er ekki gott!