Dónakrakkar Í morgun komu ellefu

Dónakrakkar

Á morgun komu ellefu ára börn í­ Rafheima. Mér krossbrá þegar hópurinn mætti, því­ honum fylgdu fjórir fullorðnir. Það er yfirleitt merki um 2-3 alvarlega ofvirk börn og strí­ðsástand meðan á heimsókn stendur. Sem betur fer var skýringin sú að þetta voru kennaranemar í­ vettvangsferð.

Börnin voru spök, einkum eftir að ég var búinn að hasta aðeins á þau í­ upphafi, þó fór einn pjakkurinn nærri því­ að slá mig út af laginu. Hann var sem sagt í­ peysu sem á var flennistór mynd japönsk Manga-skrí­pamynd af hjúkku í­ efnislitlum búningi og flennistór brjóstin út um allt. Ég er orðinn nokkuð vanur því­ að sjá svona flí­kur á 14-15 ára unglingunum, en það stuðar mig alltaf að sjá svona krí­li í­ þessum múnderingum.

Reyndi að rifja upp hvernig maður var sjálfur sem smápatti. Þá var pukrast með Brandarabankann og ljósbláu skrí­pamyndirnar úr honum. Engum okkar strákanna hefði dottið í­ hug að lesa þetta á almannafæri eða gangast við að gjóa augunum í­ þessar skrí­pamyndir. – Hvað þá að það hefði komið til greina að auglýsa það með því­ að ganga um með svona myndir á bringunni. – O tempora! O mores!

* * *

Rassvasaheimspeki: Hvernig stendur á því­ að á hverju einasta heimili er til býsnin öll af málmherðatrjám, samt veit enginn hvaðan þau koma?

* * *

Feministabókin sem Steinunn talar um er eftir Germaine Greer og er sí­ðbúið framhald af „The Female Enuch“, en hana þekkja vitaskuld allir feministar. – Er ég langsvalastur í­ konudagsgjöfunum? Já, ég held það!