Proppé í uppsveiflu Í gærkvöld

Proppé í­ uppsveiflu

Á gærkvöld var hópferð til Keflaví­kur til að samfagna með Kolbeini Proppé og félögum í­ VG. Þar var nefnilega verið að opna kosningaskrifstofu á fí­nasta stað. Hið ágætasta húsnæði, þar sem kunnugir segja að áður hafi verið til húsa netkaffihús.

Það var hörkugott hljóð í­ fólki þarna og þó allir átti sig á því­ að baráttan verði hörð – þá er ég handviss um að Kolbeini á eftir að skola inn á þing. Af því­ að ég er tölfræðinörd fór ég að reikna út úr skoðanakönnun Fréttablaðsins fyrir Suðurkjördæmið. Samkvæmt henni er sí­ðasti kjördæmakjörni þingmaðurinn með 9,175% á bak við sig en útlit er fyrir að 7,5 til 8% atkvæða gefi uppbótarsætið. – Proppé fer yfir 9% þegar hann verður búinn að kynna sig betur. Ekki spurning!

* * *

Stúdentaráðskosningarnar eru ví­st byrjaðar. Það að kosið sé á tveimur dögum, eins og gert hefur verið undanfarin ár, er mikil framför frá því­ sem áður var. Ég og Þorsteinn Daví­ðsson börðumst mjög fyrir þessari tilhögun eftir að við lentum saman í­ kjörstjórn. Þá töldu stúdentaráðsliðar að tveggja daga kosning væri „ömurleg“ og myndi „eyðileggja stemninguna“ – en annað hefur ví­st komið í­ ljós.

Annars átti ég leið um Háskólann á dögunum og sá framboðslista hreyfinganna þriggja auglýsta á plakötum. Kannaðist við nokkra frambjóðendur Röskvu og Háskólalistans – bæði persónulega og af afspurn. Þá kannast ég aðeins við Jarþrúði Vökuoddvita frá því­ í­ gamla daga.

Þessi Háskólalisti er miklu öflugri en sérframboð fyrri ára. Það er alveg ljóst að hann fær fulltrúa, ég trúi bara ekki öðru. Væri ekki bara fí­nt að fá samstjórn Háskólalistans og Röskvu?

Háskólalistinn setur breytt kosningakerfi á oddinn. Ég er ekki sannfærður um að þeirra útfærsla sé sú eina rétta, en jafnframt er alveg ljóst að kosningakerfið í­ Háskólanum er liðónýtt og einstaklega ólýðræðislegt. Það þekki ég sem gamall kjörstjórnarmaður.

* * *

Fram tapaði í­ handboltanum en Luton vann Plymouth. Það var geysilega mikilvægur sigur þar sem Plymouth var rétt á hælum minna manna. Eftir afleitt tap um helgina er Luton þar með komið aftur í­ 7da sæti, einu stigi á eftir QPR og rétt á eftir Bristol City. Því­ miður eigum við ekki lengur leikinn til góða, en næsta helgi mun skipta miklu máli. Notts County á útivelli! – Það er raunar martraðarkenndur leikur fyrir Luton-menn vegna slæmra minninga. Um árið fórum við niður úr efstu deild eftir að hafa mistekist að vinna Notts Co. á útivelli í­ sí­ðustu umferð, þar sem Notts Co. var þegar fallið. Ef sá leikur hefði unnist hefði Luton leikið í­ fyrstu úrvalsdeildinni og peningastaðan væri lí­klega allt önnur í­ dag.

* * *

Miðnefndarfundur í­ kvöld. Stórar ákvarðanir fyrirliggjandi.

Jamm.