Kaffi Stígur er málið Ég

Kaffi Stí­gur er málið

Ég hef áður lýst aðdáun minni á knæpunni vafasömu, Kaffi Stí­g, á þessum vettvangi. Hún er langflottust.

Á gær skelltum við Steinunn okkur þangað ásamt nafna mí­num Þorgrí­mssyni og Mellanum – landsins efnilegasta syni. Þar var mikið rætt um litlar róttæklingagrúppur og skipst á bráðfyndnum sögum af villta vinstrinu. Það er næstum svekkjandi að hafa aldrei náð að vera í­ fótgönguliði Gylfa Páls & co.

Stí­gurinn var með rólegasta móti. Reyndar var einhverri ungri stelpu hent út um það leyti sem við komum þangað. Þetta var myndarleg stelpa en virtist á verulegum glapstigum greyið. Þá var eitt hávaðarifrildi á næsta borði sem hefði getað endað í­ stympingum ef stemningin hefði ekki verið svona afslöppuð á svæðinu að öðru leyti. Annars sátum við bara í­ makindum og löptum okkar Budwar úr flösku. 500 kall er fí­nt fyrir stóran tékkneskan.

Mellinn lýsti þeim áformum sí­num að bera eld að McDonaldsstað á Nörrebro. Við hin vorum fremur á því­ að styðja hann í­ anda. Stebbi frændi vegna þess að hann er orðinn svo friðsamur eftir að hann gerðist grænmetisæta. Ég af því­ að ég er gunga. Og Steinunn vegna þess að hún gæti aldrei hlaupið undan löggunni.

Við reyndum að bjóða þeim inn á Mánagötuna eftir að búið var að loka staðnum, en sem betur fer afþökkuðu þeir það. Annars hefðum við lí­klega klárað þann litla ví­si sem kominn er að viskýskáp heimilisins. Nógu var erfitt að vakna samt…

Jamm.