Komið og sjáið!
Jæja, þá er maður mættur í vinnuna snemma á sunnudegi. – ístæðan? Jú, í kvöld kemur það í hlut Minjasafns Orkuveitunnar og Rafheima að slútta vetrarhátíð.
Óli Guðmunds og Kiddi í garðyrkjunni eru búnir að djöflast við það síðustu daga að útbúa rör sem lætur vatn falla í mjórri röð líkt og um tjald væri að ræða. Á þetta munum við varpa myndum. – Svaka sniðugt!
Nú mæta allir í Elliðaárdalinn í kvöld og dást að snilldinni!
(Þetta var óvenju blygðunarlaust blögg.)