Elsku hraðbanki! Gleði og fögnuður!

Elsku hraðbanki!

Gleði og fögnuður! Fór inn á netbankann áðan og uppgötvaði að inn á hann hafði verið lagður 3.000 kall. Einhver ótiltekinn „hraðbanki“ var gefinn upp sem greiðandi. Þessu fagna allir góðir menn.

Lí­kleg skýring á þessu er sú að á föstudaginn var fór ég í­ hraðbanka og tók út 3.000 krónur. Aldrei þessu vant bað ég um að fá kvittun útprentaða, en yfirleitt legg ég ekki í­ að horfast í­ augu við stöðuna á reikningnum. Þetta hefði ég betur látið ógert því­ um leið og ég var búinn að fá kvittunina í­ hendur og stinga kortinu í­ vasann hljóp ég í­ burtu peningalaus. Þetta uppgötvaði ég ekki fyrr en hálftí­ma sí­ðar og vitaskuld var þá peningurinn á bak og burt.

Nú hefur hraðbankinn greinilega verið svona klókur. Hann hefur gleypt féð aftur og ákveðið að láta mig engjast í­ fjóra daga yfir missinum áður en hann skilaði þessu aftur inn á reikninginn. Það var aldeilis vel til fundið hjá honum því­ núna er ég himinglaður og ætla að rúlla og kaupa eitthvað fallegt. Ekki veitir af því­ ég er ví­st að fara á óskaplega ljóta bí­ómynd á eftir.

Jamm!