Framhaldsskólanostalgía Rak augun í það

Framhaldsskólanostalgí­a

Rak augun í­ það á einhverri bloggsí­ðunni að MR væri komið í­ úrslit í­ M.o.r.f.ís. Ef mér skjöplast ekki, þá hefur það ekki gerst sí­ðan 1997 þegar við Matti FB-ingur þjálfuðum liðið. Þar á undan fór MR í­ úrslitaleik í­ Háskólabí­ó 1993, þar sem við Svenni Guðmars töpuðum fyrir Versló. Sí­ðasta úrslitaviðureign MR þar á undan var svo 1988 þegar skólinn fór sí­ðast með sigur af hólmi. Þá var Birgir írmannsson liðstjóri og Daní­el Freyr Jónsson, Auðunn Atlason og Orri Hauksson ræðumenn. Ekki kann ég að rekja söguna lengra aftur.

Af þessu má sjá að MR hefur ekki riðið feitum hesti frá ræðukeppninni sí­ðustu fimmtán árin. Það er eins og örlög þessa skóla hafi verið að falla út í­ undanúrslitun – oftar en ekki naumlega.

Mikið er ég samt feginn því­ að hafa ekki þurft að hafa nein afskipti af þessari keppni í­ ár. Á fyrsta sinn hefur enginn beðið mig um að þjálfa lið (sem er eins gott því­ í­ blankheitunum í­ haust hefði ég verið ví­s til að segja já!) Og ég hef ekki verið kallaður til sem dómari. Eina ástæðan fyrir því­ að ég veit eitthvað um hvað gengur á í­ keppninni að þessu sinni er sú að ég rakst á Ara Eldjárn frænda minn, en hann var ví­st að þjálfa FG.

MR-bloggarinn sem ég las hafði uppi orð um að nú myndi MR „vinna tvöfalt“ – sem sagt, taka bæði ræðukeppnina og spurningakeppnina í­ ár. Það væri saga til næsta bæjar.

1988 vann MR tvöfalt og Birgir írmannsson var í­ báðum liðum. Þetta hefur enginn leikið eftir, hvorki skóli né einstaklingur. Nokkrum sinnum hefur þó mátt litlu muna. Þannig vann MS ræðukeppnina árið 1989 með Sverri og írmann innanborðs. Það ár voru þeir í­ fýlu út í­ sjónvarpið eftir vægast sagt umdeilt tap í­ úrslitaviðureigninni í­ Gettu betur árið áður og tóku ekki þátt. Allir vita þó að hefðu þeir verið með hefði MS unnið með yfirburðum. Flosi Eirí­ksson og MK hefðu ekki verið nein fyrirstaða.

1993 vann Svenni Guðmars spurningakeppnina en tapaði í­ úrslitaleik M.o.r.f.ís. sem fyrr sagði. Versló og Sigurður Kári Kristjánsson voru hins vegar mótherjarnir í­ báðum úrslitaviðureignunum, þannig að Svenni og Siggi Kári voru helví­ti nálægt þessu báðir. ´94 og ´95 keppti Versló svo til úrslita í­ Gettu betur og mig minnir að Verslunarskólinn hafi einnig komist í­ Háskólabí­ó sömu árin. MH hefur svo nokkrum sinnum átt þess kost að vinna tvöfalt en aldrei tekist.

En hversu raunhæft er það fyrir MR-inga að stefna á tvo titla núna? Tja, varla mjög! – Eins og allir sem einhverju sinni hafa fylgst með ræðukeppninni vita er Versló alltaf sigurstranglegasta liðið og Verslunarskólinn mun enn vera með í­ keppninni.

Hvað spurningakeppnina varðar er lí­ka ákaflega erfitt að spá. Öll liðin fjögur sem þar eru eftir eru sterk og hvert þeirra sem er gæti sigrað. Margir eru hrifnir af MH-liðinu, sem rökstyðja má að hafi sýnt besta frammistöðu í­ keppninni til þessa í­ ár. Aðrir nefna Akureyringa til sögunnar. Þannig hef ég hitt tvo gamla jaxla úr keppninni sem spá því­ að viðureign MR og MA á fimmtudaginn verði hinn eiginlegi úrslitaleikur og að MA sé þar sigurstranglega. MA gegn MH í­ úrslitum? Það yrði fróðlegt að sjá.