Stund sannleikans! Það er sök

Stund sannleikans!

Það er sök sér að heiminum sé stjórnað af fávitum – það er ekkert nýtt. Illmenni hafa lí­ka ráðið ferðinni í­ veröldinni lengst af – ekkert nýtt þar. En hvers vegna í­ ósköpunum þurfa herrar Jarðarinnar, leiðtogar Bandarí­kjanna að vera svona klisjukenndir? Hvers vegna geta þeir ekki leitað í­ smiðju Shakespeares eða í­ grí­sku harmleikina þegar kemur að því­ að ógna og hafa í­ hótunum? Hvers vegna þurfa þeir að grí­pa til frasa úr bandarí­skum B-myndum.

Tökum sem dæmi hótanir Bush eftir Azoreyjafundinn um að nú væri komin „stund sannleikans!“ – e. „moment of truth“! Bí­ddu, spólum aftur til baka – þessi „stund sannleikans“ er nokkuð merkileg því­ hún skýtur upp kollinum aftur og aftur. Nýjasta stund sannleikans var sem sagt þann 17. mars. Það er merkilegt í­ ljósi þess að 12. febrúar, upplýsti Colin Powell að „stund sannleikans“ væri runnin upp í­ íraksmálinu. Powell hefur reyndar ekki alltaf verið með puttann í­ púlsinum, því­ þremur dögum fyrr – 9. febrúar – hafði Bush forseti tilkynnt það sama.

Og þó – ef betur er að gáð hefur Powell vinninginn, því­ þann 10. nóvember á sí­ðasta ári lýsti hann því­ einmitt yfir að komið væri að „stund sannleikans“.

– Er að undra þótt maður rí­fi hár sitt og skegg?