Sigurblogg Jamm, Katrín (sem ég

Sigurblogg

Jamm, Katrí­n (sem ég hef ekkert uppá að klaga) hefur á réttu að standa. Ég skrifa sigurblogg! En ekki út af einhverri spurningakeppni – ónei! Þar er ég hlutlaus og vona að báðum liðum gangi vel. Ég hef allt aðrar ástæður til að hrósa sigri.

* Ég hrósa sigri vegna þess að samkoman í­ Austurbæjarbí­ói í­ gær tókst frábærlega. Það var góð stemning og pottþétt dagskrá. Ég er að verða svo mikill menningarboli að það er engu lagi lí­kt.

* Ég hrósa sigri vegna þess að nýju barmmerkin okkar Palla, sem Svenni tók þátt í­ að gera eins og Steinunn hefur þegar upplýst, eru að slá í­ gegn. Við Palli erum konungar barmmerkjanna!

* Ég hrósa sigri vegna þess að Neal Pollack-bókin sem ég pantaði á Amazon fyrir löngu er loksins komin og er fantagóð.

* Ég hrósa sigri vegna þess að Framararnir eru langflottastir og kjöldrógu Valsara í­ gær. Það er svo gaman að vinna Val í­ handbolta. Ég myndi skipta á tuttugu sigrum á Gróttu/KR og viðlí­ka skí­taliðum og einum sigri á Val.

* Ég hrósa sigri vegna þess að í­ kvöld mun Andri Fannar sökkva KR-ingum í­ Egilshöllinni. 2003 verður stóra tí­mabilið hjá Safamýrarstórveldinu…