Amstrad Vííí… í gær fórum

Amstrad

Ví­í­í­… í­ gær fórum við Steinunn í­ mat til gömlu eins og oftast á sunnudagskvöldum. Ég notaði tækifærið og klöngraðist upp á háaloft og tók traustataki gömlu Amstrad CPC 464-tölvu heimilisins. Það var glæsilegur gripur árið 1984.

Með þessu fann ég eitthvað af gömlum tölvudiskum, en hef ekki enn getað skoðað þá því­ að ræsidiskurinn finnst hvergi. Palli lofar mér því­ hins vegar að það eigi ekki að vera neitt mál að finna hann á netinu.

Steinunn er eitthvað að mögla. Hún er ekki jafnsannfærð og ég um að Amstrad-tölvur séu stofustáss eða að mikið sé unnið með því­ að ég sökkvi mér ofan í­ gamla tölvuleiki, s.s. HM í­ Mexí­kó 1986 (sem var frábær) eða Football Manager II. Þá eru gömlu „heimatilbúnu“ leikirnir sem voru gerðir þannig að maður sló inn kóða upp úr tölvublöðum. Ég þarf að leita betur á háaloftinu, því­ þarna á að vera hægt að finna slatta af Amstrad-blöðum frá velmektarárum þess fyrirtækis. – Ó, ég hlakka svo til!

* * *

Matarboð í­ kvöld. Stefán Jónsson er á klakanum. Stefnir í­ rauðví­nsþamb. Hugsanlega sí­ðasta rauðví­nið sem drukkið verður á þessum bæ í­ bráð – a.m.k. ef reikningurinn frá bifvélavirkjanum verður ljótur.

Skilaði skattframtalinu áðan og fékk skilaboð frá leigjandanum. Útlit er fyrir að fjármálin fari að braggast með haustinu. Mikið væri samt gott ef einhver fyndi sig knúinn til að senda mér áví­sun upp á 200.000 kall eða svo. Ætti ég kannski að brjóta odd af oflæti mí­nu og fara að leika í­ auglýsingum? Það hlýtur að vera eftirspurn eftir besta og frægasta bloggara landsins í­ auglýsingar! – Ég er til í­ að selja allt nema strí­ðsleikföng eða koma fram í­ KR-búningi.