Þegar brjálæðinu lýkur… Á morgun

Þegar brjálæðinu lýkur…

Á morgun eru sléttar fimm vikur í­ þingkosningarnar. Þá fyrst sé ég fram á að geta varpað mæðinni. Sjálfur er ég raunar ekki að snúast í­ svo mörgu fyrir kosningarnar, minn tí­mi fer einkum í­ baráttuna gegn strí­ðinu, barmmerkjagerð o.fl. Það er hins vegar verra með Steinunni (sem boðar á blogginu sí­nu í­ dag að ætli að hlaupast á brott með Palla). Hún er í­ kosningastjórn VG í­ Reykjaví­k, á fullu í­ skólanum og þess utan hlaðin verkefnum í­ MS-félaginu og nú sí­ðast tengt Femí­nistafélaginu. Við það bætist að sjálfsögðu friðarstúss og barmmerki. Sem sagt – ansi mikil vinna!

Ég er skí­thræddur um að stelpan ofkeyri sig á þessu öllu saman og hún er orðin býsna tuskuleg á köflum. Hins vegar geri ég mér alveg grein fyrir því­ að það er tómt mál að tala um að skipa henni að draga saman seglin fyrir tí­unda maí­, þannig að fram að þeim tí­ma verður bara að bí­ta á jaxlinn.

Eftir fimm vikur verður hins vegar allt breytt. íðan gekk ég frá leigu á einum af sumarbústöðum Orkuveitunnar 16.-23. maí­. Þangað verður farið með bækur, fartölvu og ekkert annað og svo bara dundað sér við smágrúsk í­ viku. – Niðurtalningin er hafin…