Bjór Jæja, þá er ég

Bjór

Jæja, þá er ég búinn að prufa páskabjóra bæði Viking og Egils Skallagrí­mssonar og það verður að segjast að í­ ár hefur Viking vinninginn. Þetta er bara assgoti fí­nn bjór hjá þeim, þó erfitt sé að greina keiminn af „mikið brenndu brauði“ sem lofað er á flöskumiðanum. írstí­ðabjórar brugghúsanna eru orðnir ófáir. Það er í­ það minnsta jólabjór, páskabjór og a.m.k. annað fyrirtækið var með þorrabjór. Á það minnsta drakk ég eitthvað slí­kt frá Agli og þótti býsna gott.

Það sem ég fæ þess vegna ekki skilið er hvernig stendur á því­ að allir „fastabjórarnir“ eða þær tegundir sem eru í­ heilsárssölu séu jafn óspennandi og raun ber vitni? Viking, Gullið, Thule, Spegils og hvað þetta nú allt saman heitir – er ýmist vont, bragðlaust eða hvort tveggja. Samt eru brugghúsin greinilega fær um að gera miklu betur. Skrí­tið!