Ammælispönk

Á gær átti ég ammæli. Á tilefni af því­ var pönkað – eða öllu heldur fórum við Palli á Pönk gegn strí­ði sem Siggi pönk stóð fyrir og dreifðum SHA-áróðri. Það var lygilega gaman á tónleikunum, en ég hef ekki farið á pönktónleika í­ mörg ár.

Siggi fór á kostum með Dys og ljóst er að Elí­n Helena frá Selfossi á eftir að ná langt með meiri æfingu. I Adapt eru hins vegar langflottastir og allt varð vitlaust þegar þeir fóru í­ gang. Þegar ég fylgdist með þeim óskaði ég þess að ég væri orðinn 15 ára – ekki þó sá 15 ára unglingur sem ég var, heldur sá 15 ára unglingur sem ég vildi hafa verið.

Ekki megnaði ég þó að klára tónleikana og fór áður en Ví­gspá byrjaði að spila, svona er maður orðinn miðaldra. Skreið heim fyrir kl. ellefu og sá þá á textavarpinu mér til óblandinnar ánægju að Framararnir tóku Haukana í­ handboltanum. Það þýðir skyldumæting á fimmtudaginn!