Félag fyrir mig og vini

Félag fyrir mig og vini mí­na

Jæja þá er ég genginn í­ eitt félagið enn – að þessu sinni sem stofnfélagi í­ félagi sem stofnað verður 26. aprí­l n.k.

Þetta er félag áhugafólks um vita. Vitar eru bráðskemmtilegir. Bygging þeirra var mikilvægt framfaraskref í­ atvinnu- og tæknisögunni. Sem tæknikerfi eru þeir afar spennandi og svo eru þeir bara svo flottir. Ég sé fram á góðar stundir í­ þessu félagi. Vonandi verða nokkrir vitaverðir meðal félagsmanna. Vitaverðir eru forvitnilegt fólk.

Reyndar ættu ýmisr vinir og kunningjar að taka sig til og ganga í­ klúbbinn með mér.

* Sverrir Guðmundsson er klassí­skt vitanörd sem gæti gengist upp í­ svona fróðleik.

* Svenni Guðmars er mikill landafræðiáhugamaður og vitar tengjast í­slenskri landafræði órofa böndum.

* Skúli Sigurðsson vegna áhugans á tæknikerfum.

* Sverrir Jakobsson er malbiksnörd sem er áskrifandi að framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar. Hann hlyti að fí­la vita.

* Pabbi hefði gaman af einhverju svona.

* Bryndí­s en þó jafnvel enn frekar pabbi hennar væru sjálfkjörin í­ stjórn félagsins. Ef menn kysu Bryndí­si ekki í­ formannin gæti hún hæglega keypt félagið.

* Aðalsteinn ýtumaður, afsakið jarðvegslistamaður – ætti hiklaust að vera í­ félaginu.

* Ólafur Guðmundsson vinnufélagi minn. Hann gæti jafnvel búið til eftirlí­kingar af litlum vitum fyrir börn…

Ljóst er að félagi áhugafólks um vita bí­ða ótal verkefni. Við þurfum að setja upp góðan gagnabanka um vita á netinu, vekja athygli á Vitasögu Íslands sem senn kemur út, skipuleggja ferðir útí­ vita á landinu, setja upp upplýsingaspjöld við helstu vita og helst koma upp vitasafni Íslands. Ekki væri verra ef hægt væri að standa fyrir einhverri útgáfu, s.s. fréttabréfi ársfjórðungslega með greinum um vita og vitatengd málefni.