ístæður til að gleðjast og gráta…
Nú eru ástæður til að gleðjast og gráta sem aldrei fyrr.
* ístæða til að gráta:
Neisti nýrrar aldar er á verkstæði, það er afleitt.
* ístæða til að gleðjast:
Bráðum fæ ég hann aftur, það er frábært.
* ístæða til að gráta:
Kannski kostar viðgerðin hellíng af monnýpeningum og fjölskyldan Mánagötu 24 verður að sætta sig við slátur í öll mál næstu vikur.
* ístæða til að gleðjast:
Slátur er herramannsmatur og lifrarpylsan sem Steinunn og tengdó tóku í haust er lostæti. Því til viðbótar styttist í 18. apríl og nýtt Visa-tímabil. Þá verðum við aftur rík!
* ístæða til að gráta:
Það hellast yfir mig verkefni í vinnunni.
* ístæða til að gleðjast:
Senn kemur Sverrir Guðmundsson til hjálpar. Það verður skemmtilegt!
* ístæða til að gleðjast:
Á gær tefldi ég fjórar skákir við Palla og vann þær allar. Er ég hinn nýi Kortsnoj?
* ístæða til að gleðjast:
Eftir nokkra klukkutíma fer ég í páskafrí. Heima bíður mín páskaegg nr. 6 frá Nóa.
Já, ég er augljóslega að koma út í plús í þessum útreikningum…